Fiskiðjan utanhússframkvæmdir:

Þörf á 56 milljóna aukafjárveitingu

21.Júlí'16 | 11:18

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs lagði framkvæmdastjóri fram minnisblað vegna framkvæmda að Ægisgötu 2, Fiskiðjunni. Fram kom að heildarkostnaður framkvæmda, þ.e. utanhússframkvæmda, hreinsunar og uppbyggingar innahúss verði 270 milljónir króna sem skiptist á árina 2014-2017.

Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði á árinu 2016 fyrir rúmlega 155 milljónir króna. Fram kom að þörf er á 56 milljóna aukafjárveitingu til að hægt sé að klára þau verkefni sem þarf til að hægt sé að koma húsinu í notkun, segir í bókun ráðsins.

Ráðið samþykkti að óska eftir aukafjárveitingu vegna framkvæmda í Fiskiðjunni upp á 56 milljónir króna á yfirstandandi fjárhagsári.
 

Ágreiningur um hve hár kostnaðurinn er

 
Fulltrúi E-lista bókar:
Harma það að kostnaður vegna framkvæmda á Fiskiðjunni upp á 158 milljónir, stefni í að verða allt að 300 milljónir.
 
Georg Eiður Arnarson
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Kostnaðaráætlun vegna utanhússframkvæmda var 158 milljónir króna og stefna í það að verða 184 milljónir króna. Í minnisblaði framkvæmdastjóra kemur fram að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdir í Fiskiðjunni sé áætlaður 270 milljónir króna. Er þar með talið frágangur og hreinsun innanhúss sem ekki voru í áætlunum utanhússframkvæmdar enda um annað verk að ræða. Uppsetning fulltrúa E-lista er því villandi og röng.
 
Sigursveinn Þórðarson
Jarl Sigurgeirsson
Sæbjörg Snædal Logadóttir
Sindri Ólafsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%