Fiskiðjan utanhússframkvæmdir:

Þörf á 56 milljóna aukafjárveitingu

21.Júlí'16 | 11:18

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs lagði framkvæmdastjóri fram minnisblað vegna framkvæmda að Ægisgötu 2, Fiskiðjunni. Fram kom að heildarkostnaður framkvæmda, þ.e. utanhússframkvæmda, hreinsunar og uppbyggingar innahúss verði 270 milljónir króna sem skiptist á árina 2014-2017.

Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði á árinu 2016 fyrir rúmlega 155 milljónir króna. Fram kom að þörf er á 56 milljóna aukafjárveitingu til að hægt sé að klára þau verkefni sem þarf til að hægt sé að koma húsinu í notkun, segir í bókun ráðsins.

Ráðið samþykkti að óska eftir aukafjárveitingu vegna framkvæmda í Fiskiðjunni upp á 56 milljónir króna á yfirstandandi fjárhagsári.
 

Ágreiningur um hve hár kostnaðurinn er

 
Fulltrúi E-lista bókar:
Harma það að kostnaður vegna framkvæmda á Fiskiðjunni upp á 158 milljónir, stefni í að verða allt að 300 milljónir.
 
Georg Eiður Arnarson
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Kostnaðaráætlun vegna utanhússframkvæmda var 158 milljónir króna og stefna í það að verða 184 milljónir króna. Í minnisblaði framkvæmdastjóra kemur fram að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdir í Fiskiðjunni sé áætlaður 270 milljónir króna. Er þar með talið frágangur og hreinsun innanhúss sem ekki voru í áætlunum utanhússframkvæmdar enda um annað verk að ræða. Uppsetning fulltrúa E-lista er því villandi og röng.
 
Sigursveinn Þórðarson
Jarl Sigurgeirsson
Sæbjörg Snædal Logadóttir
Sindri Ólafsson

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.