Quarashi skoðar hvort þeir spili á Þjóðhátíð

21.Júlí'16 | 18:38

Hljómsveitin Quarashi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda því til streitu að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 

Hljómsveitin ætlar að funda um málið í kvöld en segist styðja sveitirnar fimm sem hóta að hætta við að spila nema stefnubreyting verði hjá lögregluyfirvöldum í Vestmannaeyjum varðandi kynferðisbrot.

Frá þessu er greint á Visir.is

Fimm hljómsveitir, sem eiga að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, segja í sameiginlegri yfirlýsingu, að í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmannaeyjum undanfarna daga sjái þær ekki annan kost í stöðunni en að draga sig út úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum. Kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður.

Í samtali við Vísi segir Sölvi Blöndal, liðsmaður Quarashi, að sveitin styðji framtak sveitanna fimm og finnist það flott. Quarashi vonist til að Þjóðhátíðarnefnd og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum breyti afstöðu sinni.

Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson, sagði í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 fyrr í dag að málið snúist um að axla ábyrgð. „Það er oft verið að verja heiður bæjarins frekar mikið og þau eru líka oft að stilla þessu upp sem einhvers konar svona stríði á milli okkar „lattelepjandi liðsins" hérna í 101 og svo Vestmannaeyinga. Þetta er ekki það. Þetta snýst bara um að þau taki ábyrgð á að halda svona stóra tónleikahátíð," segir Unnsteinn Manúel. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.