Druslugangan á laugardaginn

21.Júlí'16 | 06:59

Næstkomandi laugardag verður Druslugangan haldin í fimmta sinn í Vestmannaeyjum. Í ár verður breytt útaf vananum og er ætlunin að halda samstöðufund í Slippnum kl. 15 þar sem verða haldnar ræður og boðið uppá tónlistaratriði.

Við viljum með þessu sýna samstöðu með þolendum kynferðislegs ofbeldis, segir á facebook-síðu göngunnar. Markmiðið er að fá fólk til að ræða saman og horfast í augu við þennan glæp. Að undirstrika mikilvægi samþykkis í kynlífi. Að sá eini sem ber ábyrgð á nauðgun er sá sem nauðgar.

Vertu með okkur, ræðum saman um samþykki og hættum að láta brotaþola sitja uppi með ábyrgðina og skömmina. Við hvetjum Vestmannaeyinga til að sýna samstöðu, taka afstöðu og mæta á samstöðufundinn með okkur.

Hvar: Slippurinn
Kl: 15:00 á laugardag
Dress Code: „Druslulegur“ klæðnaður eitthvað bleikt.


Þeir sem luma á bleiku bolunum sínum eru hvattir til að mæta í þeim, segir ennfremur í tilkynningu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.