Aukið afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja

21.Júlí'16 | 10:41
spennustod_landsnet

Tengivirkið er staðsett við hlið fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Mynd/Landsnet.

Landsnet í samvinnu við HS veitur vinnur nú að því að spennuhækka Vestmannaeyjastreng 3 úr 33 kV í 66 kV. Öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er forgangsmál í stefnu Landsnets.

Spennuhækkunin á Vestmannaeyjastrengnum tvöfaldar flutningsgetu raforku til Eyja og eykur til muna afhendingaröryggi og styrkir um leið allt atvinnulíf á staðnum.

Spennusetning í lok nóvember

Vestmannaeyjastrengur 3 var tekinn í rekstur í október 2013 og undirbúningsvinna við spennahækkun strengsins hófst árið 2015 með styrkingu á loftlínum við Hvolsvöll og vinnu við tengivirkið í Rimakoti. Verið er að reisa nýtt tengivirki í Eyjum og reiknað er með að frágangi við tengivirkið verði lokið í byrjun október og er spennusetning strengsins áætluð í lok nóvember 2016, segir í frétt frá Landsneti.

 

Í stuttu máli:

  • Spennuhækkun Vestmannaeyjastrengs 3 eykur afhendingaröryggi raforku í Eyjum og tvöfaldar flutningsgetuna þangað.
  • Byggja þarf nýtt 66 kV tengivirki í Vestmannaeyjum.
  • Breyta þarf tengivirki í Rimakoti og styrkja Rimakotslínu 1, milli Hvolsvallar og Rimakots.
  • Framkvæmdin er samstarfsverkefni Landsnets og HS Veitna.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.