Yfirlýsing frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum

Allar upplýsingar verða veittar svo fljótt sem verða má

21.Júlí'16 | 11:26

Að gefnu tilefni vil ég undirrituð ítreka eftirfarandi: Lögreglan í Vestmannaeyjum miðlar öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.  Sama verklag er haft allt árið og tekur það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba.  

Um komandi Verslunarmannahelgi verða allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar.

Umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær eru með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð.  Þvert á móti verða allar upplýsingar veittar svo fljótt sem verða má þegar búið er að tryggja velferð fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin er í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni.

 

Páley Borgþórsdóttir
Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.