Fræðsluráð samþykkir breytingar á yfirstjórn 5 ára deildarinnar

Víkin undir stjórn skólastjóra GRV?

Fræðsluráð leggur áherslu á að starfsemi 5 ára deildar verði sem fyrr rekinn á forsendum leikskóla.

19.Júlí'16 | 07:05
hamarsskoli

Víkin er starfrækt í Hamarsskóla

Stýrihópur fræðsluráðs sem vinnur að úrvinnslu á niðurstöðum úttektar Ráðríks ehf. á GRV lagði það til í ályktun sinni að yfirstjórn 5 ára deildar Kirkjugerðis, Víkurinnar, yrði færð undir skólastjóra GRV. Þetta kemur fram í bókun fræðsluráðs frá í gær.

Stýrihópurinn fundaði með leikskólastjóra og starfsmönnum 5 ára deildarinnar auk skólastjóra GRV til að ræða þennan möguleika. Slík skipulagsbreyting myndi að mati stýrihópsins festa betur í sessi stöðu og stefnu 5 ára leikskóladeildarinnar sem aðlögun og þróun fyrir elstu leikskólabörnin úr leikskólaumhverfi og yfir í grunnskólaumhverfi.

Mikil ánægja hefur almennt verið með tilkomu og starf 5 ára deildar Kirkjugerðis jafnt hjá nemendum, foreldrum, leikskólakennurum og grunnskólakennurum. Betur hefur gengið að aðlaga börnin við upphaf grunnskólagöngu þar sem börnin hafa kynnst skólahúsnæðinu, starfsfólkinu, frístundaverinu og íþróttahúsinu sem það mun sækja við skólagöngu yngstu bekkja GRV. Leikskólabörn koma að sögn kennara og stjórnenda GRV almennt betur undirbúin í grunnskólann.

Það er álit fræðsluráðs að með því að færa stjórnun 5 ára leikskóladeildar undir stjórn skólastjóra GRV sé verið að festa 5 ára deildina enn frekar í sessi og það sé mikilvægur þáttur í átt að bættum námsárangri nemenda. Með slíkri breytingu yrði meiri samfella í leikskólagöngu barna úr báðum leikskólum, samskipti, samstarf og ábyrgð 5 ára deildar og GRV ætti að aukast enn frekar og starfsmenn Víkurinnar og GRV að verða einn heild.

Fræðsluráð leggur áherslu á að starfsemi 5 ára deildar verði sem fyrr rekinn á forsendum leikskóla.

Fræðsluráð samþykkir því að yfirstjórn 5 ára deildarinnar færist frá Kirkjugerði undir stjórn skólastjóra GRV. Stefnt skal að því að þessar breytingar taki gildi haustið 2016. Samþykkið er gert með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar hvað varðar breytingar á starfsmannahaldi. Framkvæmdarstjóra fræðslusviðs er falið að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað vegna þessa til bæjarráðs vegna breytinga á starfsmannahaldi, segir bókun ráðsins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.