Elliði um tíðindi dagsins:

Mun vega og meta hvað rétt og sanngjarnt sé að gera

18.Júlí'16 | 21:22

,,Auðvitað er það manni hjartfólgið þegar maður finnur fyrir stuðningi.  Þessi niðurstaða kemur ofan í ótrúlegan fjölda af símtölum og skilaboðum víða úr kjördæminu þar sem fólk hefur hvatt mig til að gefa kost á mér í komandi prófkjöri." segir Elliði Vignisson er Eyjar.net leitaði viðbragða hjá honum við tíðindum dagsins.

,,Ég hef nú samt minnt á að það er ekki langt síðan að fram fór önnur mæling og vísað þar til niðurstöðu úr seinustu bæjarstjórnarkosningum.  Ég hef aldrei litið á þátttöku mína í stjórnmálum sem einhverja persónulega framabraut og lagt meiri áherslu á að gera mitt best í þeirri stöðu sem ég er í hverju sinni.  Það er því langt því frá að það sé sjálfsagt að hverfa frá þeim verkum sem ég nú er í." segir Elliði og heldur áfram: 

,,Eins og Eyjamenn vita þá eru mörg stór verkefni í farvatninu sem í dag eiga hug minn allan.  Dugar þar að nefna nýsmíði Vestmannaeyjaferju, nýjar íbúðir fyrir fatlaða, stækkun Hraunbúða, uppbygging þekkingar- og háskólaklasa og svo margt annað. Í framhaldi af þessu mun ég setjast niður með fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki og vega og meta hvað rétt og sanngjarnt sé að gera.  Við þá ákvörðun vega hagsmunir þeirra verka sem ég nú sinni þungt." segir bæjarstjóri að endingu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.