Elliði Vignisson ræðir við Eyjar.net um næstu skref í þjónustu við aldraða

Málefni aldraðra í forgangi

Það er mikill vilji hjá bæjarstjórn að standa vel að þjónustu við eldri borgara og okkur mikið gleðiefni að sjá núna hylla undir nýja deild fyrir viðkvæman þjónustuhóp við Hraunbúðir.

18.Júlí'16 | 06:44
hraunbudir

Gert er ráð fyrir stækkun Hraunbúða um 5 herbergi auk setustofu.

,,Á seinustu tveimur árum hefur Vestmannaeyjabær meðal annars verið með málefni aldraðra í forgangi." segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Líkt og Eyjar.net greindi frá fyrir helgi mun útboð á viðbyggingu við Hraunbúðir fara fram fljótlega. Við ræddum við Elliða um öldrunarmálin.

,,Lögð hefur verið áhersla á að bæta almennt aðgengi eldri borgara að þjónustu og samræma og endurskipuleggja ýmsa þjónustuþætti.  Þannig hefur til að mynda verið byggð upp ný og glæsileg félagsaðstaða í Kviku sem nýtist sem nokkurskonar miðstöð fyrir þann stóra hluta eldriborgara sem býr í sjálfstæðri búsetu en vill nýta sér tómstundatilboð og taka þátt í öflugu starfi félags eldriborgara." segir Elliði.

40% frá ríkinu á móti 60% bæjarins

Annar þáttur í þessu er að bæta þjónustu Hraunbúða og þá sérstaklega með þarfir eldriborga með heilabilun svo sem Alzheimer í huga. Samkvæmt samkomulagi við ríki er byggingarframkvæmdin sjálf greidd að hluta af ríki og hluta af sveitarfélaginu.  Þannig kemur 40% frá ríkinu á móti 60% frá okkur.  Enn hefur verkið ekki verið boðið út en við eigum von á því að kostnaður við stækkun Hraunbúða um 5 herbergi auk setustofu liggi einhverstaðar nærri 100 milljónum og koma þá 60 frá Vestmannaeyjabæ.

Kostnaðarþátttaka sem á að vera ríkisins - kemur niður á öðrum verkefnum

Aðspurður segir Elliði hvað reksturinn varði, þá ber ríkið náttúrulega ábyrgð á hjúkrunarheimilum og á að útvega fjármags til rekstursins. Við hér í Eyjum sinnum þó verkefninu fyrir ríkið. Í dag, eins og seinustu ár, veitir ríkið ekki nægt fé til þjónustunnar og hefur sveitarfélagið þurft að greiða það sem upp á vantar. Þetta þarf að laga því auðvitað kemur þessi kostnaðarþátttaka niður á öðrum verkefnum.  Við notum hverja krónu jú bara einu sinni. Við erum ásamt öðrum sveitarfélögum að kalla eftir leiðréttingu frá ríkinu auk þess sem verið er að fara í gegn um þjónustu og rekstur Hraunbúða til að bæta aðstöðu, rekstur og gæði þjónustu við þá sem eru á Hraunbúðum.

Gæðasamfélag sem var byggt upp með dugnaði og eljusemi þess fólks sem nú eru að eldast

Það er mikill vilji hjá bæjarstjórn að standa vel að þjónustu við eldri borgara og okkur mikið gleðiefni að sjá núna hylla undir nýja deild fyrir viðkvæman þjónustuhóp við Hraunbúðir.  Þetta er þó bara eitt af mörgum skrefum sem við ætlum að taka.  Hér til viðbótar má nefna framvæmdir við dagdvalarrými á Hraunbúðum, tilkoma þjónustuíbúða, endurskipulagning og efling þjónustutilboða og margt fleira.  Það gæða samfélag sem við nú eigum hér í Eyjum varð ekki til úr engu.  Það var byggt með dugnaði og eljusemi þess fólks sem nú eru að eldast.  Það er því ekki til of mikils mælst þótt við búum vel að þeim og þá ekki síst þeim sem glíma við heilsubrest eins og Alzheimer, segir bæjarstjóri.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.