Fyrsti dómurinn fallinn í lóðardeilu

Héraðsdómur staðfestir niðurstöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum

18.Júlí'16 | 13:30

Úrskurður féll í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku í deilu um afnot af lóð fyrir sunnan Toppinn. Græðisbraut ehf (í eigu Steina og Olla ehf.) krafðist þess að þinglýsingastjóri afmáði þinglýstu afsali Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja ehf. til Eyja eigna ehf. 

Jafnframt krafðist Græðisbraut ehf. þess að þinglýsa bæri kvöð á fasteignina að Heiðarvegi 10, skv. efni kaupsamnings um lóð við Heiðarveg 10, dags. 13. desember 2011 og samkomulagi dags. 31. ágúst 2011 um umferðarrétt og sameiginleg afnot af bílastæðum við Heiðarveg 10.  

Sýslumaður hafnaði báðum framangreindum kröfum Græðisbrautar ehf.  Með úrskurði dags. 13 júlí sl. staðfesti Héraðsdómur Suðurlands niðurstöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum um að hafna öllum kröfum Græðisbrautar ehf.  Græðisbraut ehf. byggði fyrri kröfu sína um að afsali skyldi afmáð á því að Símonía Helgadóttir hefði ekki haft heimild til að afsala eigninni f.h. Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja.  Héraðsdómur hafnaði þessi röksemd þar sem Símonía hafi verið skráð sem stjórnarmaður Bifreiðastöðvarinnar þegar að afsalið var gefið út.  

Með vísan til þeirra raka hafnaði Héraðsdómur einnig kröfu Græðisbrautar ehf. um þinglýsingu kvaðar um umferðarrétt á fasteignina að Heiðarvegi 10 þar sem Bifreiðastöð Vestmannaeyja skorti heimild til slíkrar ráðstöfunar eftir að afsali var þinglýst á eignina að Heiðarvegi 10.

Græðisbraut ehf. var gert að greiða Eyja eignum ehf. kr. 700.000 í málskostnað.

Enn á eftir að taka lögbannsmálið fyrir hjá dómstólum, en samkvæmt heimildum Eyjar.net mun það verða tekið fyrir í september n.k.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is