Aðalfundur VSV:

Stjórnarkjör til hlutafélagaskrá

14.Júlí'16 | 06:58

Hlutafélagaskrá hafa borist tvær tilkynningar um nýja stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Deilur urðu á aðalfundi félagsins um síðustu helgi þegar tveir einstaklingar urðu jafnir í kjöri um fimmta stjórnarmanninn.

Í greinargerð lögmanna minnihluta hluthafa til Arnars Sigmundssonar, fundarstjóra og stjórnarmanns í Landssamtökum lífeyrissjóða ásamt hlutafélagaskrá, segir að talningarmenn hafi verið ósammála um það hvort varpa ætti hlutkesti eða fundurinn sjálfur kysi á milli tveggja manna sem fengið höfðu jafn mörg atkvæði.

Á meðan þær deilur stóðu yfir hafi fundarstjóri tilkynnt að kosningin yrði ógild þar sem ekki hefðu allir atkvæðaseðlar borist talningarefnd og kjósa þyrfti að nýju.

Ingvar Eyfjörð, sem kjörinn var í stjórn Vinnslustöðvarinnar, sem fulltrúi minnihlutans, segir þá ákvörðun að endurtaka kosninguna óskiljanlega, allir hafi rétt til að greiða ekki atkvæði.

Ingvar hefur neitað að skrifa upp á þá stjórn sem kjörin var í síðari kosningunni þar sem hann telur kosninguna ólöglega. Því þarf hlutafélagaskrá nú að úrskurða um hvort stjórnarkjör aðalfundarins sé löglegt.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%