Málefni Reykjavíkurflugvallar

Er ekki einkamál borgarstjórnar

13.Júlí'16 | 06:22
RVK_flugvollur_Sturla Sn

Reykjavíkurflugvöllur. Mynd/Sturla Snorrason.

Innanlandsflugvöllurinn í Reykjavík var til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Í ályktun ráðsins um lokun neyðarbrautar í Vatnsmýrinni segir:

Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sína sem ítrekað hefur komið fram um mikilvægi sjúkraflugs og aðstöðu því tengdu í Reykjavík enda hefur Reykjavíkurflugvöllur ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar og skapað betra aðgengi að hátæknisjúkrahúsum.

Sérstaklega er hörmuð sú ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að loka eigi NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðri neyðarbraut. Sú ákvörðun muni hafa grafalvarlegar afleiðingar og stefni almannaheill í voða.

Öllum má ljóst vera að lending á neyðarbrautinni hefur skipt sköpum varðandi sjúkraflug utan af landi, oft í erfiðum tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla. Lokun á neyðarbrautinni er því ekki eingöngu skerðing á þjónustu við íbúa landsins heldur er með henni vegið að öryggi þess hluta landsmanna sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð gerir þá kröfu að stjórnvöld bæði hjá ríki og sveitarfélögum sýni því skilning að málefni flugvallarins í Reykjavík er ekki einkamál borgarstjórnar Reykjavíkur. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar sem viðhaldið er með almannafé til handa öllum íbúum þessa lands, segir í ályktuninni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.