Bæjarráð Vestmannaeyja:

Lýsa yfir mikilli óánægju með framkvæmdaleysi þingmanna, ráðherra og embættismanna

varðandi fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum og opnun skurðstofuvaktar líkt og áður var.

12.Júlí'16 | 15:09

Á fundi bæjarráðs í dag var umræða um heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Bæjarráð lýsir yfir mikilli óánægju með framkvæmdaleysi þingmanna, ráðherra og embættismanna varðandi fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum og opnun skurðstofuvaktar líkt og áður var.

Öryggi íbúa og gesta er á meðan verulega skert. Athygli er vakin á því að nýlegur dómur þar sem kveðið er á um fullnustu ákvörðunar Borgarstjórnar Reykjavíkur um lokun neyðabrautar Reykavíkurflugvallar eykur verulega þörfina fyrir aukna viðbragðsgetu og neyðarþjónustu í einangruðu eyjasamfélagi eins og því sem er í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð krefst þess að heilbrigðisyfirvöld svari því hvort að til standi að tryggja þá heilbrigðisþjónustu sem starfshópur ráðherra lagði einróma til og felur ma. í sér C1 fæðingaþjónustu með fullu aðgengi að skurðstofuþjónustu.

Bæjarráð óskar ennfremur eftir formlegum svörum frá framkvæmdastjórn HSU hvað varðar nýlegar uppsagnir á starfsmönnum, og þar með hvort að stöðugildum HSU í Vestmannaeyjum hafi fjölgað eða fækkað eftir að stofnunin sameinaðist undir merkjum HSU, segir í bókun bæjarráðs.

 

Tengdar fréttir:

18 starfsmönnum sagt upp á HSU

,,Kemur mér algjörlega í opna skjöldu"

Vill frekari upplýsingar áður en hann tjáir sig

Fjárhagsleg staða HSU erfið

Kannast ekki við að hafa verið boðaður á upplýsingafund vegna hagræðingar

Fjársvelt heilbrigðisstofnun

Vegið er að öryggi sjúklinga

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is