Dáðasti sonur ÍBV

10.Júlí'16 | 12:26
heimir_h_minni

Heimir Hallgrimsson. Mynd/ibvport.is

ÍBV tók á móti sínum dáðasta syni á fimmtudaginn er hann mætti í hið vikulega kaffi félagsmanna ÍBV.  Þar sem við vitum að Heimir er ekki mikið fyrir umstang var honum afhentur fallegur kertastjaki sem Berglind í Bk gler sá um að útbúa með kærri kveðju frá ÍBV.

Ferð Heimis sem þjálfari er ævintýri líkust en Heimir hóf sinn þjálfaraferil sem aðstoðarþjálfari hjá Gregor hinum Pólska sem kom hingað til að þjálfa fyrir knattspyrnufélagið Tý.  Heimir þjálfaði yngri flokka Týs í nokkur ár og síðar hjá ÍBV áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá félaginu.  Eftir það tók Heimir við þjálfun meistaraflokks karla í nokkur ár.  Á þessari leið kláraði Heimir sitt þjálfaranám en hann var í fyrsta hópnum frá Íslandi sem fór í gegnum UEFA-A þjálfaragráðuna og lauk Heimir henni með hæstu einkunn. Í kjölfarið var Heimi boðið að taka UEFA pro gráðuna sem hann gerði og lauk þar námi með glæsibrag. 

Heimi var boðið að taka að sér að vera aðstoðarþjálfari Lars Lagerbeck hjá Íslenska landsliðsins sem hann þáði.  Árangurinn lét ekki á sér standa og tveimur árum síðar var Heimir orðinn aðalþjálfari ásamt Lars.  Eftir að þátttöku Íslands á EM 2016 í Frakklandi lauk verður Heimir aðalþjálfari Íslenska landsliðsins í knattspyrnu næstu tvö árin.

Gaman er að segja frá því að fyrir 10 árum þá var Heimir ásamt Írisi að þjálfa 6. flokk ÍBV og var árangur liðsins þessi á Shellmótinu það árið: A liðið tapaði úrslitaleik, B liðið endaði í fyrsta sæti og C liðið tapaði úrslitaleik. Um haustið urðu peyjarnir í A liðinu svo Íslanadsmeistara.

Að öllum ólöstuðum þá teljum við það mikinn heiður fyrir ÍBV að Heimir sé nefndur dáðasti sonur ÍBV. ÍBV óskar Heimi og hans fjölskyldu innilega til hamingju með þennan glæsilegan árangur, segir frétt frá ÍBV á ibvsport.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).