Fréttatilkynning frá Eyjalistanum:

Vegið er að öryggi sjúklinga

Skora á heilbrigðis- og fjármálaráðherra sem og núverandi þingmenn suðurkjördæmis að standa vörð um heilbrigðisþjónustu HSU og veita Vestmannaeyjingum þá lágmarks grunnþjónustu sem ætti að teljast sjálfsögð.

7.Júlí'16 | 13:17

Við hjá Eyjalistanum hörmum þá hagræðingu í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem ráðist var í nú á dögunum. Ekki er langt síðan biðlað var til stjórnvalda af starfsfólki stofnunarinnar þar sem það taldi innviði hennar væru að springa.

Niðurskurðurinn sem HSU hefur þurft að þola hefur verið mjög mikill og í staðinn fyrir að mæta auknum skilningi stjórnvalda og fá aukið fjármagn til heilbrigðismála er stofnuninni skylt að auka enn meir á niðurskurð, sem talinn var kominn að þolmörkum fyrr á þessu ári. Það er einnig sárt að sjá að sú endurskipulagning sem farið var í leiðir af sér umfram uppsagnir starfsmanna, sumarlokun á fjórum sjúkrarúmum hér í Vestmannaeyjum. Hér er verið að skerða heilbrigðisþjónustu á þeim tíma þegar fjöldi ferðamanna er í hámarki og þegar íbúafjöldi Vestmannaeyja margfaldast vegna ýmissa bæjarhátíða og íþróttamóta.

Því miður kemur þessi stefnufesta stjórnvalda í niðurskurði til heilbrigðismála okkur í Vestmannaeyjum ekki á óvart. Mikið var vegið að heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum árið 2010 og enn héldu áfram óheyrilegar kröfur um aukinn niðurskurð sem leiddu m.a. til lokunar skurðstofunnar í Eyjum árið 2013. Þessi forkastanlegi niðurskurður hefur leitt til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, vegið hefur að öryggi sjúklinga og kostnaður þeirra sem og aðstandenda hefur aukist til muna. Svo langt gengur andvaralaus afstaða ríkisvaldsins til heilbrigðismála í Vestmannaeyjum að einróma niðurstaða faghóps, sem m.a. var að Vestmannaeyjar skuli vera fæðingarstaður með bráðaaðgang að skurðstofu með svæfinga- og skurðlækni allan sólahringinn, eru hunsuð. Þetta sinnuleysi verður svo bersýnt þegar vitað er að faghópurinn var skipaður af ráðherra sjálfum.

Við hjá Eyjalistanum skorum á heilbrigðis- og fjármálaráðherra sem og núverandi þingmenn suðurkjördæmis að standa vörð um heilbrigðisþjónustu HSU og veita Vestmannaeyjingum þá lágmarks grunnþjónustu sem ætti að teljast sjálfsögð.

 

Bæjarfulltrúar og stjórn E-listans.

 

 

Þessu tengt:

18 starfsmönnum sagt upp á HSU

,,Kemur mér algjörlega í opna skjöldu"

Vill frekari upplýsingar áður en hann tjáir sig

Fjárhagsleg staða HSU erfið

Kannast ekki við að hafa verið boðaður á upplýsingafund vegna hagræðingar

Fjársvelt heilbrigðisstofnun

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.