Ný breiðskífa Júníusar Meyvant kemur út á morgun

7.Júlí'16 | 06:27

Á morgun gefur Júníus Meyvant út sína fyrstu breiðskífu en nafnlaus þröngskífa hans frá því var gefin út víðs vegar um heim á krafti lagsins Color Decay.

Nýja platan heitir Floating Harmonies og nú þurfa óþolinmóður netverjar ekki að bíða sekúndunni lengur, því hægt er að forhlusta á plötuna í heild sinni á tónlistarvefnum The Line of Best Fit.

Einungis er hægt að hlusta á plötuna í gegnum síðu þeirra.

Júníus Meyvant er listamannanafn Unnars Gísla Sigmundssonar en hann er frá Vestmanneyjum. Nýja platan inniheldur 12 lög og valdi tónlistarvefurinn lagið Signals af plötunni sem lag dagsins í dag.

Júníus Meyvant kom fram á Hróarskeldu hátíðinni sem fram fór í Danmörku um helgina.

Platan kemur út hér á landi á vegum Record Records á föstudag en platan kemur samtímis út á netinu. Júníus Meyvant er einn þeirra sem kemur fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár en hann spilaði þar einnig í fyrra.

 

Vísir.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.