Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:
Fjársvelt heilbrigðisstofnun
Stofnunin tapar að meðaltali 25 milljónum á hverjum mánuði það sem af er ári.
5.Júlí'16 | 13:52Ef rýnt er í nýjustu ársskýrslu HSU sem aðgengileg er á heimasíðu stofnunarinnar og er fyrir árið 2014 má sjá að það ár voru stöðugildi við stofnunina 273,1, en árið 2012 voru stöðugildin 286,3. Hafa ber í huga að þann 1. október 2014 gekk sameining stofnanna í gegn.
Í þessari uppsagnarhrinu var samtals fækkað um 13,1 stöðugildi sem er þá 4,8% fækkun á stöðugildum frá árslokum 2014.
100 milljóna halli á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
Að því er fram kemur í Sunnlenska á fimmtudaginn var halli á rekstri stofunarinnar 100 milljónir króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Stofnunin hefur glímt við verulegan fjárhagsvanda sem að hluta er rekinn til áranna fyrir sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi í eina árið 2014.
Höfuðstóll HSU var neikvæður um 350 milljónir króna við lok árs 2014. Meðal skulda stofnunarinnar er skuld til eins af lánardrottnum uppá um 50 milljónir króna.
Viðbótarfjárveiting vegna sameiningar
Stofnuninn fékk 135 milljónir króna í viðbjótarfjárveitingu umfram fjárlög árið 2015 til að standa straum af tilfallandi verkefnum sem komu til vegna sameiningar og vegna uppsafnaðs rekstrarhalla. Þrátt fyrir þessa aukafjárveitingu var 50 milljón króna halli á rekstrinum árið 2015 og höfuðstóllinn því orðinn neikvæður um 400 milljónir króna, segir í frétt Sunnlenska.
Þá segir að samkvæmt fjárlögum þessa árs sé ráðgert að stofnunin hafi um 4,1 milljarð króna frá ríkinu til rekstursins. Erfiðlega gangi að ná utan um hallareksturinn en velferðarráðuneytið hefur leitað eftir skýringum hjá stjórnendum stofnunarinnar og gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða í rekstrinum.
Hvað er til ráða?
Með sameiningunni 2014 færðist stór hluti yfirstjórnar spítalans á Selfoss, í nafni hagræðingar. Á móti töpuðust störf í öðrum sveitarfélögum. Ekki hefur fengist skipting á þeim stöðugildum sem nú eru lögð niður, þ.e.a.s hvernig þau skiptast á milli spítala stofnunarinnar.
Miðað við ofangreindar tölur má sjá að stofnunin er að tapa að meðaltali 25 milljónum á hverjum mánuði. Við sameiningu stofnana árið 2014 var talað um að það hlytist mikil hagræðing af því að hafa stofnanrnar allar undir sama hatti. Ef reynt er að ráða í hvað þarf til - þá er ljóst að ekki verður ráðið við taprestur sem þennan einungis með niðurskurði. Þ.e.a.s ef hann á ekki að koma niður á klínískri starfsemi spítalans, líkt og forstjórinn heldur fram. Það verður einfaldlega að tryggja stofnuninni meira fjármagn og það hlýtur að verða keppikefli kjörinna fulltrúa okkar að tryggja að sú verði raunin.
Fjármagnið virðist ekki fylgja auknum umsvifum
Eðlilegt er að ráðuneytið geri kröfu á stjórnendur að þeir sýni aðhald í rekstri, en það eitt og sér dugir alls ekki í þessu tilfelli. Fyrir það fyrsta dugði stofnframlag ríkisins ekki til að gera upp fortíðardrauga spítalana sem sameinuðust. Fyrir vikið er enn verið að burðast með þá inní rekstrinum. Í annan stað ber að líta á vöxtinn á svæðinu. Á svæðinu er stærsta sumarbústaðabyggð landsins. Sjúkraflutningum fjölgar um tugi prósenta á milli ára. Yfir milljón ferðamenn fara um svæðið á ári hverju. En fjármagnið virðist alls ekki fylgja þessum auknu verkefnum. Ekkert kerfi virðist vera á því að með auknum umsvifum aukist fjármagnið. Þú setur ekki miða í hurðina á sjúkrahúsinu sem á stendur ,,Uppselt". Þarna getur verið um mannslíf að ræða.
Þegar ráðist var í þær uppsagnir sem nú ganga yfir á stofnuninni - hefði kannski verið gáfulegt að koma fram með eitthvert plan. Plan sem segir okkur hvað skuli gera til framtíðar. Að stofnuninni verði tryggt fjármagn í samræmi við vöxtinn í umdæminu.
Tökum dæmi. Það er til að mynda galið að með aukningu ferðamanna - þá aukast sjúkraflutningar á Suðurlandi - varlega áætlað um 30% og með tilheyrandi kostnaði. Hvað geta stjórnendur gert, nú þegar búið er að skera niður inn að beini? Er þá kannski lausnin að segja upp ljósmóður í Vestmannaeyjum?
Ágæti ráðherra - þarf ekki fjármagn að fylgja auknum umsvifum í þessum geira?
Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015.
Tengdar fréttir:
18 starfsmönnum sagt upp á HSU
,,Kemur mér algjörlega í opna skjöldu"
Vill frekari upplýsingar áður en hann tjáir sig
Fjárhagsleg staða HSU erfið
Kannast ekki við að hafa verið boðaður á upplýsingafund vegna hagræðingar
Höfundur: Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri og útflutningsstjóri. Fæddur í Vestmannaeyjum árið 1976.
Netfang: tryggvi@eyjar.net
Áskorun til þjóðhátíðarnefndar
6.Júlí'21 | 12:51Íbúalýðræði í orði en ekki á borði
30.Janúar'21 | 08:30Vöndum okkur í viðspyrnunni
10.Desember'20 | 10:40Vestmannaeyjar, hvað er það?
4.September'20 | 13:36Sýnum samfélagslega ábyrgð
30.Júlí'20 | 10:35Taktleysi?
9.Júlí'20 | 11:47Er hlutlaus fjölmiðlun draumsýn?
29.Janúar'20 | 07:52Næst getur töfin kostað mannslíf
9.Janúar'20 | 11:04Ákvarðanir stjórnar Herjólfs ohf. þurfa að endurspegla vilja eigandans
6.Desember'18 | 11:02Rétt skal vera rétt
21.Nóvember'18 | 11:57
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.