Goslokahátíð 2016:

Lokadagurinn í dag

Sjá má nokkrar myndir neðst í þessari frétt frá gærdeginum.

3.Júlí'16 | 01:21
goslok_2016

Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar í gær.

Í dag er lokadagur Goslokahátíðar og er eitt og annað hægt að finna á dagskrá dagsins. Meðal annars er göngumessa, opnun nýs frisbígolfvallar og síðast en ekki síst leikur Íslands og Frakklands í 8 liða úrslitum EM í knattspyrnu sem sýndur verður á stórum skjá á Stakkó.

Sunnudagur 3. júlí

Landakirkja

11.00

Göngumessa frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjónusta þar sem félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika. Í lok messu mun sóknarnefnd bjóða í kaffi.

Folfvöllur, Íþróttamiðstöð

15.00

Formleg opnun nýs frisbígolfvallar við íþróttamiðstöðina. Hægt að fá disk að láni og taka hring.

Stakkagerðistún

19.00

Leikur Íslands og Frakklands í 8 liða úrslitum EM í knattspyrnu sýndur á stórum skjá.

 

 

Sýningar og endurteknir viðburðir

Akóges, Hilmisgötu 15

Sýning Loga Jes Kristjánssonar, „Upphafið, fólkið og goðin í Eyjum“. Opið laugardag frá 10.00 og sunnudag frá 11.00.

Básar, básaskersbryggju

Sýning félaga úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja, opið laugardag og sunnudag  frá 14.00-18.00.

Eymundsson, Bárustíg 2

Sunna Árnadóttir spákona spáir fyrir gesti og gangandi gegn vægu gjaldi. Föstudagur 11.00-18.00 og laugardagur 11.00-16.00. Skráning í Eymundsson frá miðvikudeginum 29.júní.

Einarsstofa, Sagnheimar

Sýning Jónínu Bjarkar Hjörleifsdóttur og Laufeyar Konnýar Guðjónsdóttur.

Opin alla hátíðardagana frá 10.00-17.00.

Eldheimar, Gerðisbraut 10

Sýningar Bjartmars Guðlaugssonar og Málfríðar Aðalstenisdóttur opnar til 22.00 á föstudag. Opið laugardag og sunnudag 10.00-18.00.

Flamingó, Vesturvegi 5

Sýning Viðars Breiðfjörð verður opin alla helgina í fataversluninni Flamingó.

Gallery Papacross, Heiðarvegi 7

Listaprútt. Opið alla helgina frá kl. 12.00.

Íþróttamiðstöð, Brimhólabraut

Handverksmarkaður, opinn laugardag og sunnudag frá 12.00-17.00.

Sagnheimar, Ráðhúströð

Opið laugardag og sunnudag, 10.00-17.00.

Frítt inn.

Tónlistarskólinn, Vesturvegi 38

Myndlistarsýning Jóhönnu Hermansen, „Innsýn“. Opið föstudag 14.00-18.00, laugardag og sunnudag 12.00-17.00.

 

Verslanir og veitingastaðir í bænum með alls kyns goslokatilboð!

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.