HSU semur við Íslenska myndgreiningu hjá Orkuhúsinu

2.Júlí'16 | 10:57

Í gær, 1. júlí 2016 gerðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Orkuhúsið með sér samkomulag um að Orkuhúsið sjái um umsjón, geymslu og úrlestur stafrænna myndgreiningargagna. Samningur þessi tekur gildi við undirskrift frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2018.

Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn, þannig að samningstími verði samtals fjögur ár. Um er að ræða úrlestur á stafrænum myndrannsóknum s.s. röntgenmyndum og tölvusneiðmyndum, sem annars vegar eru teknar á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Selfossi.

Forstjóri HSU, Herdís Gunnarsdóttir og Árni Grímur Sigurðsson, læknir og sérfræðingur í myndgreiningarrannsóknum hjá Orkuhúsinu undirrituðu samninginn, segir í frétt á hsu.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.