Goslokahátíð 2016:

Dagskrá laugardagsins

2.Júlí'16 | 05:38
IMG_3649

Góð mæting var á Stakkó í gær.

Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dag á dagskrá Goslokahátíðar. Meðal þess sem er á dagskrá í dag er verkefnið „Allir í bátana“, bryggjuveiðimót, rokk karlakórinn Stormsveitin og fiskisúpusmakk svo fátt eitt sé nefnt. Ítarlega dagskrá dagsins má sjá hér:

LAUGARDAGUR 2. júlí

Golfklúbbur Vestmannaeyja

8.30

Volcano Open, ræst út kl. 8.30 og 13.30. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrr.

Sagnheimar, Ráðhúströð

11.00

Ingibergur Óskarsson kynnir verkefnið „Allir í bátana“. Björgvin Agnarsson MA nemi fjallar um not gagna fyrir fræðasamfélagið. Dagskráin er styrkt af safnaráði.

Nausthamarsbryggja

11.00-12.30

Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund. Allir þátttakendur fá glaðning og þátttökuverðlaun.

Slökkvistöð, Heiðarvegi 12

12.00-14.00

Opið hús hjá slökkviliðinu. Kjörið fyrir foreldra að koma með börnum sínum, kíkja inn fyrir, ræða við slökkviliðsmenn- og stjóra, skoða bílana og tækjabúnað.

Landsbankinn, Bárustíg 15

14.00-16.00

Landsbankagleði – Fjölskylduhátíð, tónlist, leikir, grill, Skólahreysti ofl.

Landsbankinn býður alla velkomna!

900 Grillhús, Vestmannabraut 23

15.00

Rokk karlakórinn Stormsveitin rokkar fyrir gesti og gangandi. Alvöru stemmning með alvöru karlmönnum.

Stakkagerðistún

16.00

Langa ehf. gefur gestum í bænum að smakka fiskisúpu unna úr þurrkuðum afurðum fyrir-tækisins. Meistarakokkurinn Gísli Matthías á Slippnum eldar og semur uppskriftina.

Tanginn, Básaskersbryggju 8

16.00-19.00

Davíð Arnórs hitar upp fyrir Skipasand með góðum tónum.

Hús Taflfélagsins, Heiðarvegi 9

16.00-18.00

Hraðskákmót og opið hús hjá Taflfélaginu.

Eldheimar, Gerðisbraut 10

17.00

Andrea Gylfadóttir og Bíóbandið leika tónlist Stellu Hauks og bíólög.

Frítt inn.

Slippurinn, Strandvegi 76

23.00

Útigrill og veitingasala á Skipasandi

(bakvið Slippinn).

Prófasturinn, Heiðarvegi 3

23.30

Meðlimir hljómsveitarinnar Blátt áfram leika fyrir dansi.

Skipasandur, Strandvegi

23.30-00.30

Stebbi og Eyvi hefja fjörið á kvöldvöku þar sem þeir leika þekkt lög úr eigin smiðju auk þess að taka ábreiður!

00.30-03.30

Stuð í króm og á útisviði, Brimnes, Dans á rósum, Gulli skipper, KK, Siggi Hlö og aðrir gestir spila!

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.