Elliði um uppsagnirnar á HSU:

Vill frekari upplýsingar áður en hann tjáir sig

1.Júlí'16 | 13:10

,,Ég hef því miður ekki tök á að veita nein viðbrögð við þessari frétt. Enn veit ég ekkert um þetta annað en það sem ég hef lesið á Eyjar.net" segir Elliði Vignisson bæjarstjóri er leitað var viðbragða hjá honum við tíðindum dagsins frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

,,Þannig veit ég til að mynda ekki hvar þessi stöðugildi eru, hvaða stöðugildi þetta eru, hvort þau eru í stoðþjónustu eða lækningum og hjúkrun, hvaða áhrif þetta hafur á þjónustugetu og fl.  Ég hef óskað eftir endurgjöf frá heilbrigðisyfirvöldum og verð að biðja um svigrúm til markvissra viðbragða þanngað til." segir Elliði og heldur áfram:

 

Hér í Eyjum þarf að sameina alla heilbrigðisþjónustu í eina stjórnsýsluheild

,,Almennt vil ég þó segja að það er fráleidd stjórnun að byrja á að ákveða fjármagnið til heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum og láta síðan þjónustustigið ráðast af því.  Skilgreina þarf hvað þjónustu á að veita í Vestmannaeyjum, eins og reyndar allstaðar á landsbyggðinni, og tryggja síðan fjármagn til þeirrar þjónustu.  Við höfum síðan 2006 verið að kalla eftir skilgreiningu á lágmarksþjónustu en ekki haft erindi sem erfiði.

Ég vil líka bæta því við að það er vont að finna að heilbrigðisþjónusta hér á landi, eins og svo margt annað, er ákvörðuð út frá kössum og boxum í ráðuneytunum. Við búum í stóru landi og svæðin eru ólík.  Það þarf að horfa langtum fastar á sérstöðu hvers svæðis fyrir sig.  Hér í Vestmannaeyjum erum við með rúman milljarð frá ríkinu til að sinna nærþjónustu á heilbrigðsisviði (Sjúkrahúsið og Hraunbúðir).  Það var út í hött að setja heilbrigðisstofnunina okkar undir sameinaða stofnun með höfuðstöðvar á Selfossi.  Hér í Eyjum þarf að sameina alla heilbrigðisþjónustu í eina stjórnsýsluheild.  Þannig skapast hagræði sem til að mynda getur tryggt þjónustu við heilabilaða (Alzheimer), fæðingaþjónustu og rekstur skurðstofum.

Sem sagt þótt ég hafi sterkar skoðanir á stöðu heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum þá hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig markvisst um téðar uppsagnir og bíð með það þar til ég hef fengið útskýringar." segir Elliði í samtali við Eyjar.net.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).