Síld truflar makrílveiðar

Fremur dæmi veiði í fyrradag við Vestmannaeyjar.

1.Júlí'16 | 06:04

Átta skip voru við makrílveiðar við Vestmannaeyjar í fyrradag en veiði var fremur dræm. Huginn VE var á landleið með frystan makríl og sagði Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri í samtali við Fiskifréttir að þetta væri dálítið snúið því makríllinn gæfi sig stundum í nokkrar klukkustundir en hyrfi svo að vörmu spori.

Auk þess væri allt vaðandi í síld á veiðisvæðinu.  „Við reyndum að koma okkur undan síldinni en hún virðist vera út um allan sjó. Hún gengur vonandi grynnra eins og undanfarin ár og þá situr makríllinn frekar eftir.“

Á miðunum voru Brimnes, Kap, Álsey, Heimaey, Víkingur, Vilhelm Þorsteinsson, Venus og Huginn.

 

Fiskifrettir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.