Herdís Gunnardóttir vegna uppsagna:

Fjárhagsleg staða HSU erfið

Mun ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU - 8 sjúkrarúm lokuð yfir sumarið

1.Júlí'16 | 13:35

,,Af hálfu HSU skal upplýst að frá sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi á árinu 2014 hefur átt sér stað veruleg fjölgun verkefna hjá stofnuninni og hefur álag aukist á öllum sviðum þjónustunnar, einkum þó bráða- og utanspítalaþjónustu." Svona hefst yfirlýsing Herdísar Gunnarsdóttur forstjóra HSU vegna uppsagna starfsmanna stofnunarinnar. Ennfremur segir yfirlýsingunni:

Fjárhagsleg staða stofnunar er hins vegar erfið og vantar nokkuð upp á að jafnvægi verði náð í rekstri auk þess sem stofnunin glímir við eldri skuldavanda fyrrverandi heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.

Eftir fyrsta ársfjórðungsuppgjör HSU nú á árinu var ljóst að það stefndi í vanda í rekstri og mikill þrýstingur var á kostnaði við rekstur sjúkrasviðs.  Eitt af markmiðum framkvæmdastjórnar HSU var að á þessu ári skyldi endurskoða skipulag þjónustu og mönnun með því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir það fjármagn sem stofnunin fær úthlutað.  Þetta er viðvarandi verkefni heilbrigðisstofnanna og skylda okkar að nýta sem best það fjármagn sem við fáum til þjónustunnar. Forstjóri hafði því frumkvæði af því eftir umtalsverða vinnu framkvæmdastjórnar í aprílmánuði að skila til ráðherra tillögum að endurskipulagi og hagræðingaraðgerðum.  Þær tillögur voru sendar til Velferðarráðuneytisins í lok apríl.

Fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi

Í framhaldi af því og góðu samráði við ráðuneytið var ákveðið af  hálfu HSU að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfsmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni.

Munu ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU

Uppsagnirnar sem þurfti að grípa til munu ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu. Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum.

Erum með um 430 starfsmenn

Þessi hagræðing og endurskipulagning á starfsemi  var eins og áður sagði unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur.  Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því.  Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið.

Þingmönnum kynntar þessar fyrirætlanir

Þess bera að geta að lokum þingmönnum voru kynntar þessar fyrirætlanir og haldinn upplýsingafundur með sveitastjórnum á Suðurlandi 31. maí s.l. þar sem málefni  er varða tiltekt í rekstri og skipulagsbreytingar innan HSU voru kynntar, segir í yfirlýsingu forstjóra HSU.

 

Tengd frétt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).