Goslokahátíð 2016:

Dagskrá dagsins

1.Júlí'16 | 07:47

Í dag heldur dagskrá Goslokahátíðar áfram og er ýmislegt forvitnilegt á dagskráinni. Meðal annars er listaprútt, opnanir nokkura sýninga, barnagleði Ísfélags Vestmannaeyja og i kvöld er það svo tónlistin sem mun óma víða um bæinn. Svona lítur dagskrá dagsins út:

Föstudagur 1. júlí

Golfklúbbur Vestmannaeyja

10.00

Volcano open – ræst út kl. 10.00 og 17.00. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrr.

Gallery Papacross, Heiðarvegi 7

12.00

Listaprútt – Komdu og prúttaðu um verk nokkurra hönnuða og listafólks.

Básar, Básaskersbryggju

13.00

Opnun myndlistarsýningar félaga úr

Myndlistarfélagi Vestmannaeyja.

Stakkagerðistún

13.30

Barnagleði Ísfélags Vestmannaeyja –

Sirkus Íslands, Frikki Dór heldur uppi stuði og öllum gefinn goslokaís sem er sérframleiddur fyrir Ísfélagið og Goslokahátíð, af ísbúðinni Valdísi. 

Ísfélagið býður alla velkomna!

Tónlistarskólinn, Vesturvegi 38

14.00

Opnun sýningar Jóhönnu Hermansen, „Innsýn“.

Íþróttamiðstöð, Brimhólalaut

15.00

Opnun handverksmarkaðs. Ýmislegt spennandi til sölu sem kemur víða að.

Akóges, Hilmisgötu 15

16.00

Opnun sýningar Loga Jes Kristjánssonar, „Upphafið, fólkið og goðin í Eyjum“.

Einarsstofa, Sagnheimar

17.00

Opnun sýningar Jónínu Bjarkar Hjörleifsdóttur og Laufeyjar Konnýar Guðjónsdóttur.

Eldheimar, Gerðisbraut 10

18.00

Tískusýning Berglindar Ómarsdóttur.

Stakkagerðistún

18.00

Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikritið Litaland á Stakkagerðistúni.

Frítt í boði Ísfélags Vestmannaeyja!

Eldheimar, Gerðisbraut 10

20.00  

Sögustund – Goslokahátíðargestir hvattir til að mæta og deila reynslusögum sínum.

Höllin, Strembugötu 13

21.00, húsið opnar 20.00

Tónleikar – „Í skugga meistara yrki ég ljóð“.

Óútgefin eyjalög í flutningi eyjamanna.

Frítt inn.

Stakkagerðistún

22.00

Ungmennaskemmtun – Eyjamaðurinn Sindri Freyr og snillingurinn Frikki Dór troða upp og skemmta viðstöddum.

Tanginn, Básaskersbryggju 8

22.00-23.00

Biggi í Gildrunni spilar fyrir gesti.

Café Varmó, Strandvegi 51

23.00

Fjöldasöngur með bræðrunum Kidda Bjarna og Sigvalda frá Selfossi sem spila á nikku og gítar.

 

Prófasturinn, Heiðarvegi 3

23.30

Meðlimir hljómsveitarinnar Blátt áfram leika fyrir dansi.

Bryggjan

00.00-03.30

Stuðlabandið tryllir lýðinn á bryggjuballi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%