18 starfsmönnum sagt upp á HSU
sem skipa alls 13,1 stöðugildi
1.Júlí'16 | 08:14Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net fengu í gær alls 18 starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar á Suðurlandi uppsagnarbréf sem skipa alls 13,1 stöðugildi. Í bréfi stofnunarinnar til umræddra starfsmanna segir meðal annars:
"Af hálfu HSU var ákvörðun um það tekin að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjömargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi."
Málið grafalvarlegt
Ljóst er að sú von um að heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni væri að batna er víðs fjarri miðað við þessar aðgerðir en stofnunin hefur frá fyrsta degi glímt við fjárhagsvanda sem varla verður leystur á annan hátt en með hærri fjárveitingu frá hinu opinbera.
Eyjar.net mun á næstu dögum leita skýringa hjá stjórnendum HSU sem og hjá Heilbrigðisráðuneyti. Einnig munum við leita viðbragða frá þingmönnum kjördæmisins og frá bæjaryfirvöldum við þessum tíðindum.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.