Ásmundur um uppsagnirnar á HSU:

,,Kemur mér algjörlega í opna skjöldu"

1.Júlí'16 | 09:03

Eyjar.net greindi frá því í morgun að alls 18 starfsmönnum hafi verið sagt upp á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í gær. Leitað verður viðbragða vegna þessa hjá öllum þeim aðilum sem málið varðar.

Við náðum tali af Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

,,Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu. Að 18 starfsmenn fái uppsagnarbréf í stofnun sem nú þegar er undirmönnuð fer illa saman. Vissulega hefur verið barátta að fá inn aukna fjárveitingu til stofnunarinnar m.a vegna aukinna umsvifa í kring um ferðamenn. Þá hef ég haft miklar áhyggjur af sjúkraflutningum á svæði HSU - sem hefur aukist til mikilla muna og er þeim mjög þröngur stakkur sniðinn í sínum rekstri."

Ásmundur segir ennfremur að nú verði að fara yfir málið með stjórnendum spítalans, ráðuneytisfólki og ráðherra. Ekki gangi að gefast upp og veikja stofnun sem fyrir var veik. ,,Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og fer þannig inn í þetta verkefni og mun leggja mig fram um að finna lausnir" sagði Ásmundur að endingu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).