Smári McCart­hy

Sækist eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi

30.Júní'16 | 15:25

Smári McCart­hy ætl­ar að bjóða sig fram í fyrsta sæti fyr­ir Pírata í þing­kosn­ing­um í haust. Hann tek­ur af all­an vafa um þetta á pírata­spjall­inu í dag þar sem hann svar­ar fyr­ir­spurn um hvort hann ætli sér að fara fram. 

„Ég fer í það sæti sem Sunn­lensk­ir Pírat­ar setja mig, en mig lang­ar til að taka fyrsta sætið,“ seg­ir Smári en hann ætl­ar að flytj­ast til Íslands í lok ág­úst eft­ir að klára verk­efni sem hann vinn­ur að í Bosn­íu og Hertzegovínu, þar sem hann er bú­sett­ur núna.

Hann seg­ist velja suður­kjör­dæmið þar sem hann sé upp­al­inn í Vest­manna­eyj­um að hann þurfi að „representa,“ en áður hafði fólk velt því fyr­ir sér hvort hann færi fram í krag­an­um eða Reykja­vík.

Stefnt er að kosn­ing­um í haust og seg­ir Smári að held­ur seint sé að koma í ág­úst, „en kemst því miður ekki fyrr vegna þess að ég þarf að klára vinnu mína hér. Ég hlakka til að koma og standa í þessu stappi með Pír­öt­um," bæt­ir hann við.

 

Mbl.is greinir frá, nánar má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.