Goslokin 2016:

Allir í bátana

28.Júní'16 | 07:09

Á goslokum árið 2010 hóf Jóhanna Ýr Jónsdóttir, þá safnstjóri Sagnheima, að safna frásögum gesta af upplifun sinni af gosnóttinni er rúmlega fimmþúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu að flýja hús sín að næturlagi.

Í ársbyrjun árið 2013 höfðu safnast um 500 skráningar. Ingiberg Óskarssyni fannst það harla lélegt, tók að sér verkefnastjórn og hóf markvissa söfnun upplýsinga í samvinnu við safnstjóra Sagnheima, byggðasafns. Verkefni sitt kallaði hann ,,Allir í bátana". Nú rúmlega þremur árum síðan er komið að ákveðnum kaflaskilum. Skráður hefur verið fararmáti 4.563 íbúa gosnóttina en enn vantar nöfn báta sem 364 íbúar fóru með. Töluvert hefur einnig safnast af sögum og margvíslegum fróðleik.

Laugardaginn 2. júlí verður í Sagnheimum, kl. 11-12 sagt frá verkefninu, stöðu þess og hvernig megi nýta þær upplýsingar sem þar hafa safnast:

Ingibergur Óskarsson verkefnastjóri kynnir verkefnið og helstu niðurstöður.

Björgvin Agnarsson meistaranemi í mannfræði við Háskóla Íslands fjallar um verkefnið útfrá sjónarhorni félagsvísindanna en lokaverkefni hans fjallar einmitt um minningar og upplifanir Vestmannaeyinga af Heimaeyjargosinu.

Áfanganum fagnað - frítt í Sagnheima

Við fögnum þessum áfanga í verkefninu okkar og bjóðum af því tilefni frítt inn í Sagnheima bæði á laugardag og sunnudag, kl. 10-17. Gögn sem tengjast verkefninu liggja frammi á safninu.

Vestmannaeyingar og aðrir áhugamenn eru hvattir til að líta við og skoða merkilegar samtímaheimildir um einn hrikalegasta atburð í sögu Eyjanna.

Verkefnastjórar verða á staðnum alla helgina og því upplagt tækifæri til að koma á framfæri viðbótarupplýsingum, leiðréttingum eða læra meira um hina örlagaríku nótt, 23. janúar 1973.

Allir hjartanlega velkomnir, segir í frétt Sagnheima og tekið er fram að dagskráin sé styrkt af Safnaráði.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.