Forsetakosningar 2016:

25,5% höfðu kosið klukkan 15.00

25.Júní'16 | 17:40

Klukkan 15.00 í dag höfðu 814 manns skilað sér á kjörstað í Vestmannaeyjum. Er það 25,5% af þeim sem hafa atkvæðarétt. Miðað við forsetakosningarnar 2012 er þetta 4,2% betri kjörsókn í ár, en þá höfðu 667 greitt atkvæði klukkan 15.00.

Í ár eru á kjörskrá 3192 en voru 3131 fyrir fjórum árum. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn í Eyjum greiddu rúmlega 580 manns atkvæði utankjörfundar sem eru töluvert fleiri en 2012 þegar 387 manns greiddu atkvæði utankjörfundar í Eyjum.

Karl Gauti Hjaltason er formaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Þegar Eyjar.net náðu tali af honum sagði hann að kjörsókn í kjördæminu sé 2% meiri klukkan 15.00 í dag miðað við forsetakosningarnar 2012. Þannig er kjördeildin í Eyjum yfir meðaltalinu þar sem kjörsókn hér er rúm 4% líkt og áður sagði.

Kjörfundur er í Akógeshúsinu við Hilmisgötu og stendur hann til klukkan 22.00 í kvöld.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.