Fréttatilkynning:

Tónleikar á Háaloftinu,fimmtudag fyrir Goslok

Sjóðandi heit kántrýsveit, Axel O & CO halda tónleika á Háaloftinu.

24.Júní'16 | 08:03

Axel O & Co er hljómsveit sem hóf störf fyrir um ári síðan.  Forsprakkinn og söngvari hljómsveitarinnar er Axel Ómarsson sem ólst upp á sínum yngri árum í vöggu Country tónlistarinnar í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum. 

Þar lærði Axel að meta Country tónlist og tók þann áhuga með sér þegar hann flutti aftur til Íslands.  Axel kom með Texas hreiminn inn í íslenskt tónlistarlíf sem heillað hefur Country áhugafólk að undanförnu.  Meðlimir Axel O & Co eru valinkunnir tónlistarmenn úr íslensku tónlistarlífi og hafa hver um sig gert garðinn frægan með fjölda hljómsveita og í raun má segja að Axel O & Co sé sannkölluð súpergrúppa.  Hljómsveitina skipa þeir Magnús Kjartansson (Júdas, Trúbrot, Brimkló, Brunaliðið, HLH og Sléttuúlfarnir) ,  Sigurgeir Sigmundsson (Start, Gildran, Tyrkja Gudda), Jóhann Ásmundsson (Mezzoforte, Stjórnin, Heart2Heart), og Sigfús Óttarsson (Rikshaw, Jagúar, Mannakorn, Stjórnin og Strax, Dali).  Fyrir utan að spila með öllum þessum vinsælu og flottu hljómsveitum, hafa þeir spilað inn á ótrúlegan fjölda hljómplatna í gegnum tíðina, enda hér á ferð hreint frábærir hljóðfæraleikarar.

Axel O & Co gáfu út sitt fyrsta lag, “Country Man” í ágúst 2015 og það lag rataði inn á ýmsa vinsældarlista á útvarpsstöðvum erlendis, í Bandaríkjunum og víðar. Lagið skipaði t.d. fyrsta sæti á Country Lista í London í tvær vikur.  Nú hefur hljómsveitin gefið út sinn fyrsta disk sem inniheldur 10 frumsamin lög.

Við lofum frábærum tónleikum, kántrýtónleikum af dýrustu sort, á Háaloftinu fimmtudagskvöldið 30.júní. 

 

Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og húsið opnar klukkan 21.00.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.