Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja:

Hrauntún snyrtilegasta gatan

19.Júní'16 | 06:01

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2016 voru afhent á þjóðhátíðardaginn, 17.júní. Valið fór í ár fram með þeim hætti að tilnefninga var óskað frá bæjarbúum sem sendu inn fjölmargar tilnefningar auk þess sem dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ og Rótarý yfirfór þær tilnefningar sem fram komu.

Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Bragginn. Snyrtilegasti garðurinn var valinn Birkihlíð 16, eigendur eru Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Viðar Hjálmarsson. Snyrtilegasta eignin var valin Brattagata 25, eigendur eru Inga Hrönn Guðlaugsdóttir og Birkir Agnarsson.

Vel heppnaðar endurbætur var valin eignin að Kirkjuvegi 35, eigendur eru Ása Birgisdóttir og Páll Heiðar Högnason.
Snyrtilegasta gatan var valin Hrauntún.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.