Lofthræddi örninn hann Örvar

Um er að ræða frumsýningu Þjóðleikshússins á barnasýningunni Lofthræddi örninn hann Örvar í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í október n.k.

18.Júní'16 | 06:32
kvika

Kvika.

Erindi frá Þjóðleikhússtjóra þar sem hann óskar eftir samvinnu Vestmannaeyjabæjar við frumsýningu á einni af barnasýningu Þjóðleikhússins í Vestmannaeyjum, var tekið fyrir á fundi bæjarráðs nú í vikunni.

Í erindinu er óskað eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um að frumsýna eina af sýningum Þjóðleikússins í Vestmannaeyjum. Um er að ræða barnasýninguna „Lofthræddi örninn hann Örvar“ í leikgerð Stalle Ahrreman og Peter Engkvist en Björn Ingi Hilmarsson er leikstjóri sýningarinnar. Þá er óskað eftir að Þjóðleikhúsið fái aðgengi að sýningasal Kviku í tvo daga, bæði í undirbúning og síðan til sýninga. Að auki er óskað eftir aðstoð við gistingu fyrir 3-4 einstaklinga í u.þ.b. 3 nætur.

Bæjarráð fagnar þessu framtaki og vill líta á það sem einlægan vilja til að byggja brú á milli leikhúss allra Íslendinga og þess hluta þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Í Vestmannaeyjum hefur í langan tíma verið öflugt leiklistarlíf og er svo enn. Ekki þarf að efast um að nánara og betra samstarf við Þjóleikhúsið er byr undir vængi þeirra listamanna sem halda á lofti þessu listformi í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkti erindið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.