VSV í samvinnu við Vestmannaeyjabæ:

Ætla í umhverfisátak í Eldfelli

18.Júní'16 | 00:50

Í tilefni af 70 ára afmæli Vinnslustöðvarinnar hefur stjórn VSV samþykkt að ráðast í verkefni við uppgræðslu við Eldfell í samvinnu við Vestmannaeyjabæ. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni.

Vinnslustöðin mun leggja fjármagn til verkefnisins næstu 3-4 árin. Myndað hefur verið aðgerðateymi skipað einstaklingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunni, Arkitektarstofunni Landmótun, frá Vinnslustöðinni, áhugafólki og frá Vestmannaeyjabæ. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar í teyminu eru formaður Umhverfis-og skipulagsráðs og Bjarni Ólafur Marinósson verkefnastjóri.

Uppgræðsla við Eldfell er mikilvægt verkefni sem brýn þörf er að ráðast í. Vestmannaeyjabær hefur haft mikinn vilja til að lagfæra það sem þarf að gera, en til þess hefur fyrst og fremst skort mannafla. Umhverfis-og skipulagsráð fagnar frumkvæði VSV og lýsir sig viljugan til þess að gera samstarfssamning vegna verkefnisins. Reynt verður að hámarka þátttöku almennings, fyrirtækja og félagasamtaka í verkefninu. Mun upphafspunktur þess vera hluti af dagskrá Goslokahátíðar fimmtudaginn 30. júní og verður það nánar kynnt síðar, að því er segir í bókun ráðsins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.