Ljósnet Mílu:

Eru að ljúka uppsetningu 6 skápa

Með þessum skápum verða yfir 90% heimila í Vestmannaeyjum komin með möguleika á ljósnetstengingu

16.Júní'16 | 14:53

Víða um bæinn eru nú skurðir og er ástæðan sú að starfsmenn Mílu vinna nú hörðum höndum við að koma fleiri heimilum í samband við ljósnetið.

Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við Eyjar.net að nú sé verið að klára að setja upp 6 skápa í Eyjum og á þá eftir að virkja þá, en það gerist á næstu vikum. Með þessum skápum verða yfir 90% heimila í Vestmannaeyjum komin með möguleika á ljósnetstengingu. Enn standa nokkrar götur út af, og er meiningin að klára þær á næstu mánuðum. 

En þeir skápar sem var verið að klára að setja upp núna verða virkjaðir á næstunni og munu þeir klára að tengja megnið af heimilum í Eyjum, segir Sigurrós.

Þær götur sem bætast nú við með uppsetninguna á þessum 6 skápum sem var bara verið að klára, eru:

Brekkugata, Illugagata, Hraunslóð, Brimhólabraut, Hólagata, Heiðarvegur 19-68, Herjólfsgata 11, 12, 14, Hásteinsvegur  45-66, Boðaslóð 18, 20 og 22-27, Vallargata 12-18, Hrauntún, Höfðavegur, Brattagata, Hátún, Hábær og Heiðarbær (hús), Strembugata, Kirkjuvegur 99 og Brimhólar (hús).

Þar sem húsnúmer eru tilgreind, þar eru önnur húsnúmer við göturnar þegar með Ljósnetstengingu. 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.