Ljósnet Mílu:

Eru að ljúka uppsetningu 6 skápa

Með þessum skápum verða yfir 90% heimila í Vestmannaeyjum komin með möguleika á ljósnetstengingu

16.Júní'16 | 14:53

Víða um bæinn eru nú skurðir og er ástæðan sú að starfsmenn Mílu vinna nú hörðum höndum við að koma fleiri heimilum í samband við ljósnetið.

Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við Eyjar.net að nú sé verið að klára að setja upp 6 skápa í Eyjum og á þá eftir að virkja þá, en það gerist á næstu vikum. Með þessum skápum verða yfir 90% heimila í Vestmannaeyjum komin með möguleika á ljósnetstengingu. Enn standa nokkrar götur út af, og er meiningin að klára þær á næstu mánuðum. 

En þeir skápar sem var verið að klára að setja upp núna verða virkjaðir á næstunni og munu þeir klára að tengja megnið af heimilum í Eyjum, segir Sigurrós.

Þær götur sem bætast nú við með uppsetninguna á þessum 6 skápum sem var bara verið að klára, eru:

Brekkugata, Illugagata, Hraunslóð, Brimhólabraut, Hólagata, Heiðarvegur 19-68, Herjólfsgata 11, 12, 14, Hásteinsvegur  45-66, Boðaslóð 18, 20 og 22-27, Vallargata 12-18, Hrauntún, Höfðavegur, Brattagata, Hátún, Hábær og Heiðarbær (hús), Strembugata, Kirkjuvegur 99 og Brimhólar (hús).

Þar sem húsnúmer eru tilgreind, þar eru önnur húsnúmer við göturnar þegar með Ljósnetstengingu. 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.