Endurbætur framundan

Mikill raki í Ráðhúsinu

15.Júní'16 | 06:05

Fyrir bæjarráði Vestmannaeyja í gær lá fyrir minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna úttektar á ástandi Ráðhússins við Kirkjuveg. Í minnisblaðinu kemur fram að húsið sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt 1927 hefur í gegnum tíðina verið endurbætt nokkrum sinnum.

Síðasta stóra endurbygging var á árunum 1978-1980. Í húsinu hefur orðið vart við raka undanfarin ár og hafa verið framkvæmdar aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir hann. Viðbygging var rifin, skipt hefur verið um glugga og drenað með húsinu ásamt því að farið var í lagfæringar á þaki fyrir nokkrum árum síðan.

Þessar aðgerðir virðast ekki hafa dugað til og var verkfræðistofan Efla fengin til að gera ástandsmat á húsinu. Niðurstöður Eflu eru á þann veg að sumar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa hjálpað til en ekki dugað sem skyldi. Að auki hafa eldri aðgerðir sem farið var í ekki skilað þeim árangri sem vonast hafði verið til. Helstu niðurstöður Eflu eru þær að mikill raki er í húsinu. Raki er einhver á öllum hæðum og helst í tengslum við glugga og hurðir. Innan á veggjum er strigi sem hefur verið málaður og hefur ekki náð að anda þannig að rakinn er lokaður inni. Þaðan hefur raki borist í gólfefni. Nú er svo komið að loftgæði í húsinu og rakaskemdir kalla á aðgerðir umfram það sem hingað til hefur verið gert. 

Í minnisblaðinu er lagt til að farið verði í að fá sérfróða aðila til að setja upp aðgerðaráætlun til lagfæringar á húsinu. 

Bæjarráð samþykkti að fela starfsmönnum að gera slíkt og minnir á að ytra byrði hússins er friðað og þurfa allar aðgerðir því að vera í samráði við Húsfriðunarnefnd ríkisins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is