Umhverfis- og skipulagsráð:

Leggja til að lundaveiði verði leyfð í þrjá daga

Fulltrúi Eyjalistans lagði til að leyfðir yrðu 5 dagar

15.Júní'16 | 13:45

Lagt er til að leyfðar verði lundaveiðar í þrjá daga í ár.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir hvort heimila eigi lundaveiði í Vestmannaeyjum í sumar. Fyrir fundinum lá álit bæði frá Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja sem og frá Náttúrustofu Suðurlands.

,,Umhverfis-og skipulagsráð hefur kynnt sér umsagnir sem ráðið kallaði eftir frá Náttúrustofu Suðurlands og Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja. Í stórum dráttum er samhljómur á milli þessra umsagna og ljóst að þeir aðilar sem best til þekkja hafa miklar áhyggjur af viðkomubresti lundastofnsins undanfarin ár. Sérfróðir aðilar eru almennt þeirrar skoðunar að viðkomubresturinn sé tilkominn vegna breytinga í náttúrunni en ekki veiða." segir í bókun ráðsins. En í framhaldi tóku minni- og meirihlutinn til við að bóka á víxl.
 
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Meirihluti ráðsins telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Með tilliti til stöðunnar samþykkir ráðið að skerða veiðitímabilið um 94% og heimila eingöngu veiðar í 3 daga af 46, frá 12. ágúst til 14. ágúst. Er um að ræða sama dagafjölda og árið 2015.
Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum.
Fulltrúar D-lista hvetja bjargveiðimenn til þess að ganga fram af varkárni við veiðar og haga þeim með þeim hætti að lundinn njóti ætíð vafans.
 
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
 
 
Fulltrúi E-lista bókar:
Við á Eyjalistanum leggjum til að leyfðir verði 5 veiðidagar. Annars vegar helgina 6. og 7. ágúst og hins vegar 13. til og með 15. ágúst.
Á undanförnum árum hefur skapast sátt á milli bæjarstjórnar og bjargveiðifélaganna um að leyfa nokkra daga á sumri í samræmi við hefðir og til þess að kynna þetta fyrir unga fólkinu okkar. Einnig gefst bjargveiðimönnum tækifæri á að nýta þessa daga til að yfirfara húsnæði sín o.a.
Ástæðan fyrir því að við leggjum til þessa dreyfingu á dögunum, er til þess ad gefa vísindamönnum tækifæri á að kanna betur, hvernig aldurs hlutfallið í veiðinni breytist þegar lengur líður á veiðitímann.
Á síðasta veiðitímabili voru leyfðir aðeins 3 dagar og veiddist aðeins ungfugl, og því Ijóst að þessir veiðidagar eru mjög mikilvægir upp á að fylgjast með því hvernig stofninn þróast.
 
Stefán Óskar Jónasson
 
 
Fulltrúar D-lista bóka:
Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs telur ekki ástæðu til þess að fjölga veiðidögum eins og E-listi leggur til í sinni bókun og hafnar þeim rökum sem og þeim rangfærslum sem fram koma í tillögunni. Skv. upplýsingum frá Náttúrustofu Suðurlands var hlutfall ungfugla um 61% af veiðinni í Vestmannaeyjum í fyrra og því ekki um að ræða einn fugl eins og fullyrt er í tillögu E-listans.
Þá er í tillögu E-lista vísað til þess að breyting sé þörf fyrir vísindasamfélagið en að mati Náttúrustofu Suðurlands er engin ástæða til þess að leyfa veiðar á vísindalegum grunni og má þar með segja að tillagan missi marks.
Meirhluti ráðsins ítrekar tilmæli til veiðimanna að haga veiðum með þeim hætti að lundinn njóti ætíð vafans.
 
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Ingólfur Jóhannesson
Esther Bergsdóttir
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%