Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:

Elliði ekki búinn að taka ákvörðun

15.Júní'16 | 10:05

Fréttavefurinn hringbraut.is fullyrðir að Elliði Vignisson, bæjarstjóri ætli að taka slaginn í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og að hann setji stefnuna á fyrsta sætið. 

Þá er sagt í frétt Hringbrautar að mikill vilji sé til að fella Ragnheiði Elínu Árnadóttur úr forystusætinu en hún þykir ekki hafa staðið sig nógu vel sem ráðherra. Hart var lagt að Elliða að gefa kost á sér en hann vann stóran sigur í bæjarstjórnarkosningum síðast. Hann var hikandi ekki síst vegna launamála en hefur nú ákveðið að slá til. Unnur Brá Konráðsdóttir stefnir áfram á annað sæti listans þannig að Ragnheiður Elín er í vanda stödd, segir í fréttinni.

Eyjar.net setti sig í samband við Elliða Vignisson vegna málsins.

Fréttin er með öllu úr lausu lofti gripin

,,Þessi frétt er með öllu úr lausu lofti gripin og styðst ekki á nokkurn máta við þann veruleika sem ég lifi í.  Það er hinsvegar satt og rétt að ég hef fengið margar áskoranir um að hugsa þetta vandlega og jafnvel ég er ekki nægilega hrokafullur til að hlusta ekki eftir því sem vinir mínir og félagar í kjördæminu segja.  Þegar þessi umræða hófst og símtölin til mín byrjuðu tók ég strax ákvörðun um að gefa mér a.m.k. tíma fram í í júlí til að hugsa þessi mál og er alveg einlægur í því. Miðað við gærdaginn þá þarf ég líka á allir minni orku að halda til að öskra á sjónvarpið og styðja tannlækninn minn í þeim verkefnum sem hann stendur nú í." og vísar Elliði þarna í stuðning við Heimi Hallgrímsson og íslenska landsliðið.

Alveg slakur allavega fram í júlí

,,Eins og þú og lesendur þínir þekkja þá er ég í verkefnum hér í Eyjum sem ég hef metnað fyrir. Við stöndum á krossgötum hvað margt varðar. Þar á meðal eru samgöngur, þróun í atvinnumálum, uppbygging á þjónustu við fatlaða, bygging íbúða fyrir aldraða og margt fleira. Orka mín liggur í þeim málum í dag. Ég ætla sem sagt að vera algerlega slakur hvað þessar vangaveltur varðar fram í a.m.k. júlí, þangað til er þetta bara skemmtilegur samkvæmisleikur í boði Hringbrautar og fl." segir Elliði í samtali við Eyjar.net.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.