Dagskrá þjóðhátíðardagsins

15.Júní'16 | 06:35

Næstkomandi föstudag verður þjóðhátíðardagur Íslendinga haldinn hátíðlegur hér í Eyjum líkt og annarstaðar á landinu. Dagskráin fyrir daginn lítur svona út:
 

Dagskrá 17. júní 2016

Kl. 09.00

Fánar dregnir að húni í bænum.

 

Hraunbúðir

Kl. 10.30

Fjallkonan – Dröfn Haraldsdóttir flytur hátíðarljóð. Tónlistaratriði frá Sindra Frey Guðjónssyni og Thelmu Lind Þórarinsdóttur.

 

Kl. 15.00

Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og hátíðargesti.

 

Hásteinsvöllur

Kl. 11.00-13.00

Leikmenn meistaraflokks ÍBV karla þakka fyrir veittan stuðning það sem af er sumri og bjóða börnum og ungmennum í æfinga- og þrautabraut á Hásteinsvelli. Að því loknu munu stuðningsaðilar ÍBV bjóða öllum til grillveislu.

 

Íþróttamiðstöð

Kl. 13.30

Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu, lagt af stað 13.45.

Gengið verður frá íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkó í lögreglufylgd.

Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja og fleirum.

 

Stakkagerðistún

Kl. 14.00

Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar af alúð.

Sigursveinn Þórðarson varabæjarfulltrúi setur hátíðina og flytur hátíðarræðu.

Fjallkonan – Dröfn Haraldsdóttir flytur hátíðarljóð.

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2016 afhent.

Ávarp nýstúdents – Kristín Edda Valsdóttir.

Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.

Tónlistaratriði frá Sindra Frey Guðjónssyni og Molunum.  

 

Leikfélag Vestmannaeyja skemmtir hátíðargestum með ýmsu glensi. Hoppukastalar ef veður leyfir.

Popp, kandýfloss og fleira til sölu á staðnum.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is