Dagskrá þjóðhátíðardagsins

15.Júní'16 | 06:35

Næstkomandi föstudag verður þjóðhátíðardagur Íslendinga haldinn hátíðlegur hér í Eyjum líkt og annarstaðar á landinu. Dagskráin fyrir daginn lítur svona út:
 

Dagskrá 17. júní 2016

Kl. 09.00

Fánar dregnir að húni í bænum.

 

Hraunbúðir

Kl. 10.30

Fjallkonan – Dröfn Haraldsdóttir flytur hátíðarljóð. Tónlistaratriði frá Sindra Frey Guðjónssyni og Thelmu Lind Þórarinsdóttur.

 

Kl. 15.00

Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og hátíðargesti.

 

Hásteinsvöllur

Kl. 11.00-13.00

Leikmenn meistaraflokks ÍBV karla þakka fyrir veittan stuðning það sem af er sumri og bjóða börnum og ungmennum í æfinga- og þrautabraut á Hásteinsvelli. Að því loknu munu stuðningsaðilar ÍBV bjóða öllum til grillveislu.

 

Íþróttamiðstöð

Kl. 13.30

Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu, lagt af stað 13.45.

Gengið verður frá íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkó í lögreglufylgd.

Félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja leika fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja og fleirum.

 

Stakkagerðistún

Kl. 14.00

Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar af alúð.

Sigursveinn Þórðarson varabæjarfulltrúi setur hátíðina og flytur hátíðarræðu.

Fjallkonan – Dröfn Haraldsdóttir flytur hátíðarljóð.

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2016 afhent.

Ávarp nýstúdents – Kristín Edda Valsdóttir.

Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.

Tónlistaratriði frá Sindra Frey Guðjónssyni og Molunum.  

 

Leikfélag Vestmannaeyja skemmtir hátíðargestum með ýmsu glensi. Hoppukastalar ef veður leyfir.

Popp, kandýfloss og fleira til sölu á staðnum.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).