Bæjarráð Vestmannaeyja:

Forstöðumönnum er með öllu óheimilt að lána eða framleigja fasteignir

í eigu Vestmannaeyjabæjar

14.Júní'16 | 15:32

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum í dag um reglur vegna notkunar fasteigna í eigu Vestmannaeyjabæjar. Forsaga málsins er sú að hópar hafa gist í stofnun Vestmannaeyjabæjar. 

Bæjarstjóri tjáði sig um málið hér á Eyjar.net og talaði hann mjög skýrt vegna þessa máls og benti á að hvorki hann, framkvæmdastjórar eða fagráðið hafi haft hugmynd um málið.

Í bókun bæjarráðs í dag segir:

Bæjarráð fjallaði um notkun fasteigna í eigu Vestmannaeyjabæjar undir ótengda starfsemi svo sem undir gistingu. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum þegar upp koma tilvik þar sem hópar gista í stofnunum Vestmannaeyjabæjar án þess að fyrir liggi sérstök heimild hvað slíkt varðar. Bæjarráð telur ekki eingöngu brýnt að gæta að inngripum í samkeppnisrekstur heldur sé enn veigameira að tryggja öryggi þeirra sem í hlut eiga. Þannig sé til að mynda brýnt að ef stofnanir eru nýttar undir gistingu - eins og til að mynda á stóru íþróttamótunum - þá sé viðbragðsaðilum eins og slökkviliði tilkynnt að slík starfsemi sé í húsinu. 

Bæjarráð samþykkir því að bæta svohljóðandi vinnureglu í fyrirliggjandi starfsreglur sveitafélagsins: 

Forstöðumönnum er með öllu óheimilt að lána eða framleigja fasteignir í eigu Vestmannaeyjabæjar undir allan þann rekstur sem ekki tilheyrir kjarnarekstri stofnunarinnar. Berist beiðni um slíkt ber að beina þeim til framkvæmdastjóra.

 

Hér má sjá viðtal við framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar vegna sama máls, auk bókunar fagráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.