Handknattleikur:

ÍBV semur við markmenn

Guðný Jenný Ásmundsdóttir semur við ÍBV og Erla Rós Sigmarsdóttir framlengir.

13.Júní'16 | 22:40

Guðný Jenný hefur gert tveggja ára samning við ÍBV um að leika með liðinu auk þess sem hún kemur inn í  þjálfarateymið. Hún á að baki 48 leiki fyrir íslenska landsliðið og hefur verið einn fremsti markmaður landsins um árabil. Jenný fór í barneignarfrí eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val 2014.

Síðan þá hefur hún verið markmannsþjálfari hjá landsliðinu og hjá kvennaliði Fylkis, en hún endaði á að spila nokkra leiki í lok tímabils með Fylki með virkilega góðum árangri.

Þá framlengdi Erla Rós samninginn sinn við ÍBV um tvö ár. Erla sem er einn efnilegasti leikmaður landsins er uppalin í Vestmannaeyjum og hefur alla tíð spilað fyrir ÍBV. Hún á að baki fjölda leikja með unglingalandsliðum Íslands auk þess að hafa spilað tvo leiki fyrir A landsliðið. 

Sara Dís sem var annar markmaður liðsins í vetur er að sækja um skóla á fastalandinu og þar að leiðandi vantaði annann markmann fyrir næsta tímabil. Hrafnhildur Skúladóttir lagði mikla áherslu á að fá Jenný til ÍBV bæði þar sem hún er frábær markmaður auk þess sem hún hefur verið að gera góða hluti í markmannsþjálfun. Hrafnhildur þekkir vel til Jennýjar enda spiluðu þær lengi saman með Val hér á árum áður.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.