Afmæliskveðja til Heimis Hallgríms:

Var fyrir 10 árum að undirbúa 6. flokk fyrir Shellmótið

Er nú að undirbúa A-landsliðið fyrir fyrsta leik sinn á lokakeppni EM

10.Júní'16 | 20:20

Heimir Hallgrímsson heldur uppá 49 ára afmæli sitt í dag. Hann er eins og kunnugt er kominn til Frakklands þar sem blásið var til leiks á EM í knattspyrnu á afmælisdegi landsliðsþjálfarans. Heimir fékk skemmtilega afmæliskveðju frá Hallgrími syni sínum á Facebook í dag, sem hljóðaði svona:

„Þennan dag fyrir 10 árum (10.júní 2006) eyddi 6.flokks þjálfarinn Heimir Hallgrímsson afmælisdeginum sínum í að undirbúa 6.flokk IBV fyrir Shell-mótið í Vestmannaeyjum. Það ár fór einmitt IBV með A,B og C liðin í úrslitaleik Shell-mótsins.

Aðeins 10 árum seinna (10.júní 2016) eyðir hann afmælisdeginum í Frakklandi þar sem hann undirbýr Íslenska karlalandsliðið fyrir fyrsta leik þeirra á stórmóti frá upphafi og verður þar með fyrsti íslenski þjálfarinn til að þjálfa á EM.

Innilega til hamingju með daginn elsku pabbi minn og njóttu hans úti. Er virkilega stoltur, neita því ekki."

ÍBV

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%