Afmæliskveðja til Heimis Hallgríms:

Var fyrir 10 árum að undirbúa 6. flokk fyrir Shellmótið

Er nú að undirbúa A-landsliðið fyrir fyrsta leik sinn á lokakeppni EM

10.Júní'16 | 20:20

Heimir Hallgrímsson heldur uppá 49 ára afmæli sitt í dag. Hann er eins og kunnugt er kominn til Frakklands þar sem blásið var til leiks á EM í knattspyrnu á afmælisdegi landsliðsþjálfarans. Heimir fékk skemmtilega afmæliskveðju frá Hallgrími syni sínum á Facebook í dag, sem hljóðaði svona:

„Þennan dag fyrir 10 árum (10.júní 2006) eyddi 6.flokks þjálfarinn Heimir Hallgrímsson afmælisdeginum sínum í að undirbúa 6.flokk IBV fyrir Shell-mótið í Vestmannaeyjum. Það ár fór einmitt IBV með A,B og C liðin í úrslitaleik Shell-mótsins.

Aðeins 10 árum seinna (10.júní 2016) eyðir hann afmælisdeginum í Frakklandi þar sem hann undirbýr Íslenska karlalandsliðið fyrir fyrsta leik þeirra á stórmóti frá upphafi og verður þar með fyrsti íslenski þjálfarinn til að þjálfa á EM.

Innilega til hamingju með daginn elsku pabbi minn og njóttu hans úti. Er virkilega stoltur, neita því ekki."

ÍBV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.