Fréttatilkynning frá Vegagerðinni:

Stefnt að opnun tilboða í smíði ferju í lok ágúst

Gert er ráð fyrir að nýja ferjan hefji siglingar síðla sumars 2018

10.Júní'16 | 16:29

Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eða smíði og rekstur nýrrar ferju til 12 ára.  Þessi tveir kostir verða síðan bornir saman og út frá þeim samanburði valinn einn samningsaðili.  Þar af leiðandi er útboðinu skipt í tvo hluta.

Annars vegar er óskað eftir tilboðum í smíði á nýrri ferju til fólks-, bíla- og vöruflutninga milli  Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ferjan á að vera um 70 metra löng, 14 metra breið, geta flutt allt að 73 fólksbíla og allt að 540 farþega og vera með djúpristu um 2,8m. Til samanburðar þá getur Herjólfur flutt innan við 56 bifreiða, allt að 525 farþega og er með djúpristu 4,2m.  Nýja ferjan skal vera með tveimur Azipull skrúfum sem gefur henni mikla stjórnhæfni við erfiðar aðstæður.

Hinsvegar er óskað eftir tilboðum í einkaframkvæmd, þ.e. að þjónustuaðili eigi, og byggi ferju í samræmi við lýsingu á ferjunni hér að ofan og annist rekstur ferjunnar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.

Vegagerðin býður því út tvo kosti við lausn á þessu verkefni og mun að loknu útboði velja þann kost sem reynist hagkvæmari.

Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Ríkiskaupum frá og með miðvikudeginum 15. júní og er stefnt að opna tilboðin fimmtudaginn 25. ágúst nk.  Gert er ráð fyrir að nýja ferjan hefji siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja síðla sumars 2018.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.