Gisting í stofnunum bæjarins:

Vilja ekki að bærinn sé í samkeppnisrekstri

Algjör útilokun kemur niður á okkar eigin starfsemi

9.Júní'16 | 14:01

Í síðustu viku ræddi Eyjar.net við Elliða Vignisson, bæjarstjóra vegna gistingar í einni af stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Elliði sagði þar að hvorki honum, framkvæmdastjórum eða fagráðinu hafi verið kunnugt um þetta og að ráðið myndi taka málið upp á næsta fundi. Sá fundur hefur nú verið haldinn og var eftirfarandi bókað í fundargerð um málið:

Gisting í stofnunum bæjarins (Rauðagerði)
Umræða um gistingu í félagsmiðstöðinni Rauðagerði
Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs upplýsti ráðið um gistingu ungmenna í félagsmiðstöðinni Rauðagerði. Um er að ræða fjóra hópa frá félagsmiðstöðvum/skólum sem hafa árlega fengið að gista í félagsmiðstöðinni og á móti fær hópur frá Rauðagerði að gista hjá þeim á ferðum sínum upp á land en slíkt hefur tíðkast um langt skeið.

Framkvæmdastjóra er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

 

Jón Pétursson er sá framkvæmdastjóri sem falið var að fylgja málinu eftir. Eyjar.net óskaði eftir frekari skýringum um málið af hans hálfu:

„Ráðsmenn sem og ég vilja ekki að bærinn sé í samkeppnisrekstri en vont að útiloka skipti félagsmiðstöðva á gistirými sem hefur viðgengist í mörg ár. Algjör útilokun kemur niður á okkar eigin starfsemi. Málið verður rætt hjá okkur í framkvæmdastjórn í víðara samhengi varðandi allar okkar stofnanir og útleigu á þeim" sagði Jón.

 

Tengd frétt.

jon_p

Jón Pétursson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).