Hafa eng­ar upp­lýs­ing­ar um bók­hald Herjólfs

6.Júní'16 | 06:30

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir að Alþingi hafi eng­ar upp­lýs­ing­ar um rekst­ur Herjólfs sem sigl­ir til Vest­manna­eyja. Þrátt fyr­ir það fái Eim­skip 718 millj­óna króna rík­is­styrk á ári til þess að sinna sigl­ing­un­um.

Ásmund­ur seg­ist hafa leitað til Vega­gerðar­inn­ar og Eim­skips vegna máls­ins. Frá Vega­gerðinni fékk hann þær upp­lýs­ing­ar að töl­urn­ar lægju ekki fyr­ir og hjá Eim­skip fékk hann þau svör að um­rædd­ar töl­ur væru viðskipta­leynd­ar­mál, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Vega­gerðin hafði í raun eng­ar upp­lýs­ing­ar um rekst­ur ferj­unn­ar frá því rekst­ur­inn var boðinn út árið 2011. Það sem hef­ur gerst síðan er að fólks­flutn­ing­ar hafa auk­ist úr 100 þúsund í 300 þúsund á ári og því fylgja mikl­ar tekj­ur,“ seg­ir Ásmund­ur en rík­is­styrk­ur­inn hef­ur hækkað í takt við verðlagsþróun.

„Mér finnst und­ar­legt að bók­hald af rekstri sem er niður­greidd­ur af rík­inu sé ekki aðgengi­legt fyr­ir þá sem taka ákvörðun um hve miklu fé sé veitt til rekst­urs­ins,“ seg­ir Ásmund­ur og bæt­ir því við að til sam­an­b­urðar sé styrk­ur til flugrekst­urs um 200 millj­ón­ir króna á ári á Íslandi.

 

Mbl.is greinir frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.