Sjámannadagurinn 2016

Dagskrá alla helgina

3.Júní'16 | 10:13
vigtartorg_sjomannadagur_ruv

Sjómannafjör verður á Vigtartorgi á laugardag.

Það verður nóg við að vera alla helgina í Eyjum. Sjómannadagurinn verpur haldinn hátíðlegur á sunnudaginn en dagskrá honum tengdum hófst í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Hér má sjá dagskránna helgarinnar:

FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ

08.00   Opna Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja

                Skráning í síma 481-2363 og á golf.is. Vegleg verðlaun í boði. Mótið stækkar og stækkar á milli ára svo skráið ykkur snemma.

 

17.00  Gylfi Ægisson opnar afmælissýninguna Árabátasjómenn í Einarsstofu í Safnahúsi

                Um er að ræða nýjar og nýlegar myndir til heiðurs kempum hafsins. Öll eru verkin

                unnin með blandaðri tækni.

18.00   Togararall á Einsa Kalda

                Togarabjórinn frá The Brothers Brewery kemur formlega í sölu á krana. Ágúst

                Halldórsson kynnir bjórinn. Leó Snær og Einsi Bjöss taka nokkur lög og halda uppi

                stemmingunni.  25% afsláttur af matseðli.

22.00     Skonrokk í boði Tyrkja-Guddu í Höllinni til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum                

                þeirra.  á efnisskránni eru lög t.d. með Deep Purple, AC/DC, Metalica, Whitesnake,

                Kiss, Guns ‘N Roses og fl.  Húsið opnar kl. 21.00

 

LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ

10.45   Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

                Mæting við íþróttamiðstöðina. Hlaupið kl.11.00

11.00     Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju

                Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar og.fl..

12.00   Eyjaflotinn þeytir skipsflauturnar

13.00     Sjómannafjör á Vigtartorgi

             Séra Ursula Árnadóttir blessar daginn.

                Kappróður, koddaslagur, Lokahlaup, Sjómannaþraut. Tvöfaldur heimsmeistari

                lögreglumanna í sjómanni skorar á gesti og gangandi. Erla Fanný skorar á allar

                stelpur í Koddaslaginn

                Verðlaun í koddaslag og karalokahlaupi, pizzutilboð í boði 900 Grillhús

             Ribsafari býður ódýrar ferðir. Björgó verður með opið í klifurvegginn og sýnir

                búnað sinn.

             Hoppukastalar. Leikfélagið verður á staðnum. Popp og flos sala.

             Drullusokkar mótorhjólaklúbbur halda uppá 10 ára afmæli og verða með opið í á

                Skipasand og sýna fáka sína

16.00   IBV-KR á Hásteinsvelli

                Hvetjum alla til að mæta og styðja við okkar menn.

19.30     Höllin Hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs og Hallarinnar

20.00     Hátíðarkvöldverður að hætti Einsa Kalda, sjá matseðil.

                Sjóaramyndir á tjaldinu frá Óskari Pétri.

                Veislustjóri Þorsteinn Guðmundsson

                Ágústa Eva

             Sunna Guðlaugs

             Sara Renee     

             Leó Snær  kveikir í liðinu fyrir ballið

             Hljómsveitin Buff skemmtir og spilar á balli

             Háaloftið verður opið með allkonar tilboð og kósýheit.

             Borðapantanir í mat og ball hjá Tótu í Höllinni sími 846-4086

 

SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ

10.00     Fánar dregnir að húni

13.00     Sjómannamessa í Landakirkju

                Sr. Ursula Árnadóttir predikar og þjónar fyrir altari.

                Eftir messu. Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra.

                Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.

                Blómsveigur lagður að minnisvarðanum.

                Snorri Óskarsson stjórnar athöfninni.

14.30  Sjómannadagskaffi Eykyndilskvenna opnar í Alþýðuhúsinu

15.00     Hátíðardagskrá á Stakkó

                Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.

                Heiðraðir aldnir sægarpar. Snorri Óskarsson.    

                Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Þórhalls Barðasonar

                Ræðumaður Sjómannadagsins 2016 er Sveinn Valgeirsson

                Verðlaunaafhending fyrir Kappróður, Koddaslag, Lokahlaup, sjómannaþraut,

                Dorgveiðimót og Sjómannamótið í Golfi.

                Leikfélagið, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar, popp og flos.

                Eftir Hátíðardagskrá á Stakkó verður Gylfi Ægis með stutta tónleika við sýningarlok

                á afmælissýningu sinni.

16.30   Píanó tónleikar í safnaðarheimili

                Guðný Charlotta Harðardóttir og Kitty Kovács, flutt verða stykki eftir Bach, Grieg og

                Schubert.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-