Þjónusta við ferðamenn

Upplýsingamiðstöð opnar fljótlega og verið er að koma upp almeningssalernum

2.Júní'16 | 07:26

Það má segja að allt sé komið á fullt hjá ferðaþjónustunni í Eyjum með opnun Landeyjahafnar. Einnig eru skemmtiferðarskipin að raðast inn og í gær voru tvö slík hér við bryggju. Hinsvegar á enn eftir að opna upplýsingamiðstöð ferðamála. Einnig er unnið að því að koma upp almeningssalernum.

Páll Marvin er formaður bæjarráðs og framkvæmdastjóri Þekkingarseturs - sem reka mun upplýsingamiðstöðina:

,,Varðandi salerni, þá er salerni í Tangarhúsinu, opið almenningi, samkvæmt samningi við bæinn, það eru síðan salerni í Safnahúsi, Sæheimum og síðan á öllum stöðum þar sem keypt er veitingahúsaþjónusta. Hinsvegar er helst vandamál með hópa sem eru í löngum rútuferðum og eru hvergi að kaupa þjónustu eða veitingar. Í smíðum eru því salerni sem koma munu ofan á Brattagarð á Vigtartorginu. Er mér sagt að þau verði klár í næstu viku, en þau eru í smíðum eða uppsetningu inni í gamla HSH húsinu."

Hvað varðar upplýsingamiðstöð ferðamála segist Páll vonast til þess að skrifað verði undir samning við Eimskip í vikunni, þess efnis að upplýsingamiðstöðin verði í Herjólfs-afgreiðslunni til eins árs.

 

salerni

Salernishúsið

vigtartorg-WC

Staðsetning salernishúss

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.