Vestmannaeyjabær:

Sigmundssafnið á netið

2.Júní'16 | 07:04

Hér má sjá eina af 10.000 myndum Sigmunds.

Í desember 2004 keypti forsætisráðuneytið safn Sigmunds Jóhannssonar á kr. 18.000.000. Var um leið ákveðið að safnið yrði vistað í Vestmannaeyjum og var það afhent til varðveislu í Safnahúsi Vestmannaeyja 15. desember sama ár. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs.

Ennfremur segir að um sé að ræða ca. 10.000 myndir eða allar teikningar Sigmunds er birtust í Morgunblaðinu frá upphafi, 1964 til desember 2004.

10. janúar 2016 kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til Eyja og afhenti fyrir hönd forsætisráðuneytisins Vestmannaeyjabæ allar teikningarnar til eignar (í stað þess að fela þær eingöngu hingað til varðveislu). Myndirnar eru þá eftirleiðis eign Vestmannaeyjabæjar og varðveittar í Safnahúsi Vestmannaeyja. Þýðir þessi gjörningur m.a. að Vestmannaeyjabær hefur fullt forráð til að selja afnotarétt af teikningunum til birtingar í blöðum, bókum eða á annan hátt.

Laust fyrir andlát Sigmunds en hann andaðist 19. maí 2012 var frá því gengið að Ísfélagið og Vinnslustöðin keyptu þær teikningar sem Sigmund birti í Morgunblaðið á tímabilinu 2005-2008. Guði Ágústsson og Kári Bjarnason stóðu fyrir Sigmundshátíð 22. apríl 2016 en þann dag hefði Sigmund orðið 85 ára. Afhentu Vinnslustöðin og Ísfélagið við það tækifæri Vestmannaeyjabæ myndirnar að gjöf. Var um að ræða um 1.000 teikningar og eru þá allar teikningarnar sem birtust í Morgunblaðinu um 11.0000 talsins orðnar eign Vestmannaeyjabæjar og varðveittar í Safnahúsinu.

Fram kom í máli Elliða Vignissonar bæjarstjóra að ætlunin væri að teikningarnar yrðu allar aðgengilegar á vefrænu formi, segir í bókun bæjarráðs.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.