Elliði vegna gistingar í stofnun bæjarins:

,,Hvorki ég, framkvæmdastjórar né fagráðið hafði hugmynd um þetta"

lítur þetta mál mjög alvarlegum augum

2.Júní'16 | 15:36

Eyjar.net hefur síðustu daga fengið ábendingar þess efnis að ein af stofnunum Vestmannaeyjabæjar hafi verið notuð af einkaaðila til að hýsa skólahópa.

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði þetta um málið að segja:

,,Það er alveg ljóst að það er með öllu óheimilt að veita afnot af húsnæði í eigu Vestmannaeyjabæjar undir gistingu.  Einu undantekningarnar á þessu eru á stóru íþróttamótunum en í þeim tilvikum afhentir Vestmannaeyjabær íþróttafélaginu húsnæðið til afnota og það veitir gestum sínum síðan aðgengi.

Öryggismál eru í fyrirrúmi í þeim tilvikum og úrvinnsla öll í samstarfi við slökkvilið og aðra viðbragðsaðila.  Í gær fékk ég hinsvegar upplýsingar um að ein af stofnunum okkar hafi verið nýtt til gistingar fyrir skólahópa og ég lít þetta mjög alvarlegum augum.  Fyrir þessu liggja engar samþykktir bæjaryfirvalda og heimildin var hvorki með vilja né vitund okkar yfirstjórnenda.  Hvorki ég, framkvæmdastjórar né fagráðið hafði hugmynd um þetta.  Ég hef þegar óskað eftir skýringum á því hvernig á þessu stendur og á von á því að um þetta verði fjallað í fagráðinu sem fer með forræði þessarar stofnunar.

Eins og ég segi þá tel ég hér um alvarlegt mál að ræða.  Ekki eingöngu er hér farið gróflega inn á samkeppnissvið heldur eru öryggismál sniðgengin og hópar ungmenna látnir gista í bæjarstofnun án þess að bæjaryfirvöld og viðbragðsaðilar svo sem slökkvilið hafi hugmynd um.  Málið verður unnið hjá okkur í samræmi við þann alvarleika sem við sjáum í því." segir Elliði í samtali við Eyjar.net.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.