Herjólfur verður „plan B“ fyrir nýja Eyjaferju

Margir óvissuþættir tengist siglingu nýrrar ferju til Landeyjahafnar. - ferðum fjölgi um tvær á viku yfir sumartímann með tilkomu nýrrar ferju.

1.Júní'16 | 00:15
herjolfur_inn

Fjárlaganefnd mælist til þess að núverandi Herjólfur verði ekki seldur strax

Fjárlaganefnd Alþingis telur ekki rétt að selja Herjólf fyrr en reynsla verður komin á nýja Eyjaferju. Nefndin nefnir í áliti sínu að sérstaklega sé erfitt að spá fyrir um hve mikið þurfi að dýpka Landeyjahöfn.

Að öðru leyti leggur nefndin blessun sína yfir smíði nýrrar ferju og telur að þar sem margar skipasmíðastöðvar séu verkefnalitlar þessi misseri ættu að vera ágætir möguleikar á hagstæðum samningum.

Útboð á nýrri ferju sem ætlað er að sigla milli lands og eyja var kynnt í ríkisstjórn um miðjan þennan mánuð.  Í ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við smíði ferjunnar verði í kringum 4,8 milljarðar. 

Frumvarp um útboðið var síðan lagt fram viku seinna. Þar kom fram að árlegur rekstrarkostnaður við nýja ferju gæti lækkað verulega eða um 150 til 200 milljónir. Þá gæti ríkið sparað sér 50 milljónir á ári í dýpkunarframkvæmdir.

Í nefndaráliti fjárlaganefndar kemur fram að með nýrri ferju muni þjónusta við Vestmannaeyjar batna - ferðum fjölgi um tvær á viku yfir sumartímann auk þess sem gert sé ráð fyrir að sumartímabilið verði lengt um einn mánuð. Nefndin telur allan undirbúning verið vandaðan og viðunandi. 

Nefndin reiknar með að útboð verði auglýst á EES-svæðinu í sumar, opnað verði fyrir tilboð í haust og að fyrri hluti næsta vetrar verði nýttur til að velja á milli skipasmíðastöðva og ganga til samninga. Smíðin sjálf muni taka eitt og hálft ár. 

Þrátt fyrir að nefndin leggi til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt mælist hún til þess að Herjólfur verði ekki seldur strax. Margir óvissuþættir tengist siglingu nýrrar ferju til Landeyjahafnar og því sé ekki hægt að koma Herjólfi í verð fyrr en reynsla verði komin á nýju ferjuna.

 

Rúv.is greindi frá.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).