Heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju

Frumvarpið afgreitt út úr fjárlaganefnd

31.Maí'16 | 11:28

Nú í morgun var aukafundur í fjárlaganefnd þar sem aðeins eitt mál var á dagskrá. Það var heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju. Málið sem var afgreitt út úr nefndinni fer í kjölfarið til annarar umræðu í þinginu og má búast við að sú umræða verði á morgun eða á fimmtudag.

Samkvæmt dagskrá þingsins er miðað við að síðasti þingfundur verði á fimmtudag. Í næstu viku eiga svo að vera nefndardagar en samkvæmt heimildum Eyjar.net gæti það breyst og settir inn þingfundir.

Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar. Í samtali við Eyjar.net segir hún að Herjólfsmálið hafi verið afgreitt út úr fjárlaganefnd nú í morgun. „Það var engin ástæða til að bíða eitthvað með það þar. Nú fer það fyrir þingið og verður væntanlega klárað fyrir þinglok“ segir Vigdís.

Eyjar.net hefur sent forseta þingsins fyrirspurn um hvenær megi búast við að málið verði rætt í þinginu, en svar hefur ekki borist.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.