Jóhann Jónsson skrifar:

Brátt verður ekki aftur snúið

30.Maí'16 | 14:35

Mikið óskaplega var maður auðtrúa þegar bæjarstjóri og Sigurður Áss gáfu það í skyn að huga ætti að einhverjum breytingum í sambandi við smíði á nýrri ferju, jafnvel að skoða ætti málið eitthvað betur.

Bæjarstjórn var að álykta um það að mikilvægt væri að hlustað verði eftir óskum heimamanna í því sem snýr að rekstri hinnar nýju ferju.

Hvernig væri að háttvirt bæjarstjórn hlustaði eftir óskum heimamanna um smíði nýrrar ferju? Af hverju er ekki haldinn einn fundur enn þar sem bæjarstjórn heilþvær okkur hin um að verið sé að leysa samgönguvandamál okkar með þessu skipi sem er á teikniborðinu.

Það er alvarlegt ef jafnvel menn í smíðanefndinni eru farnir að efast og þeir þættir sem mestu máli skiptu við hönnun skipsins eru ekki réttir t.d stjórnhæfni. Einnig er það alvarlegt ef ekki hefur farið fram rannsókn á árangri skipsins sé því siglt til Þorlákshafnar.

Í þessu máli þýðir ekki að vera með einhverjar væntingar svo sem að núverandi Herjólfur verði bara Herjólfur 2 og verði til taks ef á þarf að halda. Það þarf að vera neglt. Við erum búin að heyra allt um að hægt sé að sigla einhvern tímann á sólarhringnum í Landeyjahöfn, þannig að höfnin virki miklu oftar en svartsýnispúkarnir segi.

Það er bara ekki raunveruleikinn. Vinnutími áhafnar ræður, það er ekki flóknara en það. Að halda einhverjum öðrum draumum fram er ekki raunhæft og er aðeins til að skemmta skrattanum. Sama á við um fjölgun ferða það þarf að vera á hreinu.

Þegar höfnin var til umræðu í byrjun og þá einnig ferjan, þá vissu menn ekki það sem vitað er í dag. Forsendurnar eru orðnar allt aðrar en 2006 – 2008. Við vitum að ölduhæðin sem lögð var til grundvallar stenst ekki. Við vitum að flutningsþörfin er miklu meiri en við töldum þá og við sjáum uppi í Landeyjahöfn að þar er allt, allt of lítið hús og allt í sambandi við afgreiðslu og aðgang. Þess vegna er enn furðulegra að vera að aðlaga nýtt skip að þeirra aðstöðu sem byggð var 1976 og átti að þjóna 60 - 80.000 farþegum max.

Er ekki tímabært að horfast í augu við að stundum þarf að hugsa stærra?

Ég verð að viðurkenna að ég er með ugg í hjarta yfir þessum málum öllum og vildi svo gjarnan sjá ljósið sem fulltrúar okkar sjá. Ég skora því á kjörna fulltrúa okkar í stjórn félagsins Vestmannaeyjabær ehf að hóa okkur nú saman og ræða við okkur um þessi mál og friðun fuglabjargana því við eigum þetta saman og því eðlilegt að menn hafi skoðanir. Ég vitna í orð Róberts Guðfinnssonar um að til að fá fólk til vera samstíga, þá þarf að uppfræða það og leyfa því fylgjast með.

Það er ekkert að óttast við þögnum um leið og Landeyjahöfnin virkar. Bókunarkerfið og fargjaldið verða örugglega tekin til gagngerar umræðu áður en langt um líður.

 

Jóhann Jónsson

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.